Rökkur - 01.06.1952, Síða 338
386
RÖKKUR
óhagstæður. Þeir hafa líklega orðið að þræða með ströndum
fram.“
„Og hvernig geðjast þér að borginni?“
„Allvel, þótt eg sé Lundúnabúi. — Hvaðan kemur þú, piltur
minn?“
„Eg kem frá Rochester í Kent og er á leið til Portsmouth,
en eg ætla að halda hér kyrru fyrir einn eða tvo daga og skoða
mig um.“
„Það er ekki mikið að sjá — helzt dómkirkjan, og þar sem
þú kemur frá Rochester mun þér ekki finnast til um neitt, sem
hér er að sjá. Rochester dómkirkjan kvað vera mjög fögur.“
En Katrín hafði vitanlega enga löngun til þess að rabba um
dómikrkjuna í Rochester og vé talinu að mannshöfuðunum við
borgarhliðin, en Lundúnabúinn vissi ekkert um þau, og sneri
Katrín sér því að lágvöxnum manni, sem sat gegnt þeim, og
tók hraustlega til matar síns og spurði hann.
„,Það vill svo vel til að eg veit það — því að eg spurði um
það í gær, er eg kom. — Þau eru af sauðaþjófum, sem voru
hengdir fyrir hálfum mánuði í Broyle.“
„Þið spjallið um hengingar,“ sagði gestgjafinn, sem var á leið
sinni í áttina til þeirra með ölkönnur — „ef ykkur langar til
að vera viðstaddir hengingu, sem vert er um að tala, þá fer
hún fram á morgun, — já, hengingar væri réttara að segja, því
það á — sem sé —- að hengja hvorki fleiri né færri en þrjá
presta, en þeir eru nú í Broyle-fangelsi.“
Katrín bar í skyndi hendUr að kinnum sér til þess að leyna
roðanum, sem hljóp í þær. Sem betur fór mændu allra augu
á gestgjafann.
„Eg ætla að vera viðstaddur sjálfur,“ sagði gestgjafinn, „og
sjá hve illan endi þessir fjandmenn drottningarinnar fá, en
þannig skyldi endalok þeirra allra verða.“
„Amen,“ sagði einn prestanna, sem þarna voru, „en ekki
hefi eg neina löngun til þess að vera þarna sjónarvottur.“
„Þá verðið þér af góðri skemmtun herra, því að það er vissu-
lega langt síðan hér hefir farið fram henging með viðhöfn —
með ræðuhöldum og bænalestri. Þegar þjófar og ræningjar
eru hengdir er ekkert sérstakt um að vera, — þeir verða bara
að hanga þarna dauðskelkaðir og skjálfandi á beinum, þar til
röðin kemur að þeim. Eg varð fyrir miklum vonbrigðum sein-
ast.“