Rökkur - 01.06.1952, Síða 339
R Ö K K U R
387
„Sögðuð þér, að þeir væru allir prestar?“ spurði Katrín —
og reyndi að mæla kæruleysislega.
„Allir prestar, piltur minn — og tveir þeirra hafa dúsað ár í
fangelsi, þeir, sem teknir voru í Littlehampton, á seinustu
Mikkaelsmessu. Þriðji var handtekinn nýlega, heyri eg sagt, en
sá fjórði gugnaði, er dómurinn var upp kveðinn, og afneitaði
trú sinni, og slapp fyrir bragðið þrátt fyrir drottinsvikin. Son-
ur minn var viðstaddur réttarhöldin, svo að eg veit allt, sem
gerðist.“
Katrín áræddi ekki að segja neitt frekara í bili og hámaði
í sig matinn, en vonaði, að einhver spyrði þeirra spurninga, sem
hún áræddi ekki að bera upp. Og einhver, sem sat neðar við
borðið, sagði:
„Mér hefir verið sagt, að nýlega hafi veriðl handtekinn
prestur að nafni Edwards — kannske það sé hann, sem er sá
þriðji.“
„Alveg rétt, nú man eg það — Edwards heitir hann.“
„Þeir hafa sannarlega haft hraðan á hvað hann snertir."
„Já, þeir höfðu handtökuskipunina tilbúna, allt frá því er
flotinn mikli lét úr höfn. Þeim hefir sjálfsagt fundizt vel við
eigandi, að hengja þá alla þrjá í einu.“
„Þeir hafa kannske óttast,“ skaut einhver inn í, „að hann
mundi deyja úr pestinni, sem komin er upp í fangelsinu — og
þar með girða fyrir, að hann slyppi ekki við gálgann.“
„Pestin — svarti dauða,“ hrópaði ein prestskonan, skelfingu
lostin.
„Nei, nei, maddama góð,“ sagði gestgjafinn, „eg get fullviss-
að yður um, að það er ekki svarti dauði — takið orð mín trúan-
leg, „það er bara ,,svita-sóttin“.“
„Læknarnir hafa verið í vafa,“ sagði einn prestanna, „það
má vera, að svo sé, en þetta getur líka verið svarti dauðinn.“
„Þér virðist sannarlega vel fróður, herra minn,“ sagði gest-
gjafinn reiðilega.
Bróðir minn er skrifari hjá einum dómaranna, herra Lew-
kenor,“ svaraði presturinn, „og hann sagði mér þetta.“
„Eg þori að fullyrða, að herra Lewkenor hefir ekki sagt, að
það væri svarti dauði.“
„Læknarnir hafa ekki fullyrt neitt, en ef það er ekki svarti
dauðinn, þá er það að minnsta kosti einhver önnur mannskæð
pest.“
„Það er alltaf einhver pest í fangelsum, og eg þori að full-
25