Rökkur - 01.06.1952, Síða 340
388
RÖKKUR
yrða, að þetta er einhver algeng pest. í Chicester hefir ekki
komið upp pest í heila öld.“
„Furðulegt, þar sem um hafnarbæ er að ræða.“
Var nú deilt um þetta fram og aftur af kappi, en Katrín lagði
ekki við hlustirnar, heldur reyndi að ljúka af diskinum, þótt hún
væri löngu mett, — til þess að leyna áhyggjusvip sínum.
Síra Francis Edwards átti þá að láta líf sitt á morgun — hún
sá hann glöggt fyrir hugskotsaugum sínum, eins og hún hafði
séð hann á heimili Richards Tuktone — og síra Owen var
annar þeirra, sem hengja átti, eða hafði hann afneitað trú sinni?
Hún mundi glöggt, að sagt hafði verið, að síra Owen hefði verið
tekinn í Battle. Hann hlaut því að hafa afneitað — en hverju
máli skipti það. Þrír voru kallaðir — og tveir útvaldir. Og það
skipti ekki máli, hvort sá sem afneitaði, kom frá Littlehampton
eða Battle — hún hafði ekki riðið alla þessa leið til þess að
hitta annan prest, sem afneitað hafði trú sinni....
Hún var mjög þreytt og þegar henni loks hafði tekist að
skilja eftir hreinan disk fór hún upp í súðarherbergið og lagð-
ist fyrir.
43.
Hún var svo þreytt að hún sofnaði þegar, þrátt fyrir hugar-
æsinguna og að rúmið moraði í lús. En svefninn færði henni
ekki hvíld, — hann var sem löng, erfið ferð, og hvert andlitið
af öðru bar fyrir augu hennar, — hún horfði í kvíðafull augu
yfir farandmanns' diski, sem á voru skóreimar, hnappar og
annar smávarningur, hún horfði í andlit konu, sem starði fram
undan, — sem gengið hafði af vitinu — Mary Tuktone — hún
horfði í andlit móður sinnar afskræmt af áhyggjum og gráti
— og svo svifu fram andlit þeirra, sem orðið höfðu á vegi henn-
ar á leiðinni — manna, sem göptu og tóku gíruglega til fæ-
unnar. Hún sat á hestbaki, hún var á reið, sem virtist aldrei
ætla neinn enda að taka, og fyrir riðu riddarar margir með
burtstengur og var mannshöfuð á hverri — en langt í fjarska
hyllti undir aftökupall og gálga......Nicholas Pecksall birt-
ist henni og sýndi henni pestar-bletti sína — á hempu hans voru
letruð orðin miserere mei — og hún reið, reið, reið áfram
— á eftir fylkingu riddaranna.
Þegar hún vaknaði fann hún til höfuðþyngsla og var þreytt-
ari en er hún lagðist fyrir. Hún ákvað að leggja af stað þegar