Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 341
RÖKKUR
389
til aftökustaðarins. Hún spurði þernuna um nöfn prestanna,
sem hengja átti, en hún vissi ekki annað en að þetta væru
kaþólskir prestar, sem áformað hefðu að drepa drottninguna á
eitri. — Katrín spurði ekki frekara, greiddi það, sem henni
bar, og fór að ná í hestinn sinn. Klukkan var tæplega sjö,
en þröng var á öllum götum. Menn þyrptust til aftökustaðarins
við Broyle-fangelsi. Þegar að borgarhliðunum kom var þröng-
in svo mikil, að hún var í tíu mínútur að komast gegnum hliðið.
Allt í kringum hana var fólk sem ýtti sér áfram með olnboga-
skotum. Þetta var markaðsdagur og bændur komu til borgar-
innar með gripi og vörur og jók það öngþveitið. Sumir reyndu
að komast inn, aðrir út. Enn aðrir reyndu að velja sér góðan
stað í grennd við markaðstorgið — vafalaust þeir, sem kann-
ske voru kaþólskir í hjarta sínu, og vildu ekki sjá góða menn
hengda á gálga.
Ungur maður í þrönginni, sem Katrín gaf sig á tal við, sagði
henni, að í grennd við Chicester væru margir pápistar, eink-
anlega meðal hinna snauðustu. En yfirleitt virtust menn bera
andúð í brjósti gegn kaþólikkum og Katrínu var ljóst, að hún
yrði að tala varlega, en henni veittist erfitt að þegja við öllu,
sem sagt var, ekki aðeins um prestana heldur og um Richard
Tuktone. Fólk hafði heyrt sagt frá því, að hann hefði verið
drepinn, að brennan átti sér stað, og það var mikið talað um
samsæri til að byrla drottningunni eitur, og að hann og prest-
arnir hefðu verið flæktir í málið. Það var einnig sagt, að hann
og faðir Francis Edwards hefðu verið á fundi um þetta mál,
þegar hermennirnir komu. Það var og sagt, að Richard Tuk-
tone hefði látið elda loga skipum Spánverja til leiðbeiningar
í júlí, og að í hirzlum hans hefðu fundizt bréf frá hertogan-
um af Medina Sidonia.
Það var Katrínu ekki sársaukalaust að heyra, að hinir prest-
arnir voru Ralph Crockett og Edward James, því að nú vissi
hún fyrir víst, að faðir Oven hafði afneitað trú sinni til þess
að halda lífinu. Hinum heiðvirðu mönnum fór fækkandi ....
misereremei. En einn heiðvirður maður hefði getað bjargað
Sódóma, og hér voru þrír, einn fyrir Chichester, annar fyrir
Conster og sá þriðji fyrir Leasan — einn fyrir föður hennar,
annar fyrir móður hennar og sá þriðji fyrir Nicholas Pecksall.
.... Það voru einkennileg, uppörvandi áhrif, sem náðu tökum
á henni, svo að hún varð næstum létt í lund, er hún loks var
komin gegnum hliðið og á þjóðveginn til Broyle og fangelsisins.