Rökkur - 01.06.1952, Page 342
390
ROKKUR
í einnar og hálfrar mílu fjarlægð gnæfði aftökupallurinn
með gálganum á við himin og nú var sem henni yrði óhægra
um andardrátt og þrengdi að hjarta. Hún hafði verið sjónar-
vottur að hengingu fyrr, en sú athöfn, sem nú átti fram að fara,
var — eins og gestgjafinn hafði sagt — frábrugðin öðrum. í
dag mundi hún sjá menn deyja, en ekki fyrir syndir sínar.
Þjáningar þeirra voru fórn, sem látin var í té vegna þeirra,
sem brugðizt höfðu trú sinni — jafnt þá, sem þeir þekktu og
þá, sem þeir ekki þekktu. Þeir létu lífið til að afplána það,
sem öðrum hafði orðið á, trúarneitun föður hennar, hórdóms-
brot móður hennar, trúarvillu vinar hennar — þeir mundu
þvo skildi þeirra hreina með blóði sínu — en samt — áður en
þeir gæfu upp öndina mundi hún verða að horfa á skelfilega
atburði, og andartak var sem hún ætlaði að missa kjarkinn.
Hún hafði aldrei verið nein kveif, en þó þótti henni vænt- um,
að hún var í útjaðri hins mikla hóps, sem safnast hafði saman
kringum aftökupallinn.
44.
Þetta var hlýrri og sólríkari dagur en þeir, sem á undan voru
gengnir. Það blakti ekki hár á höfði og það var mistur yfir
Broyleheiði. Ef litið var yfir engjarnar í áttina til Chichester
sást kirkjuturninn eins og umvafinn daufri birtu. Allt hafði
á sér friðarins og kyrðarinnar blæ, og þegar Katrín lokaði
augum sínum í svip, minnti kliðurinn frá hópnum hana á suð-
andi býflugur. — Hún var utarlega 1 hópnum, sem fyrr var
getið, og að baki henni var skógarbelti, sem hallaði að læk.
Hún teymdi hest sinn í forsælu trjánna og hann lyfti höfði
sínu fagnandi, er hann kom í svala forsælunnar. Aftur lokaði
hún augum sínum og bað til guðs. Ó, ef hún aðeins gæti beðist
fyrir oftar og innilegar — en sál hennar var sem í viðjum —
kannske mundi hún sprengja af sér fjötrana, þegar sálir þeirra,
sem líflátnir yrðu, væru flognar til guðs heima.
En nú gullu við hróp allt í einu.
„Þeir koma!“
Hún leit um öxl og nú sá hún hermenn koma og opna braut
í þvöguna, sem kerru var ekið um að aftökupallinum. Menn
æptu og kölluðu hver í kapp við annan og brautin lokaðist á
eftir vagninum. — Fangarnir voru allir bundnir við sömu
þverslána í kerrunni, og Katrín hélt í svip, að kerran mundi