Rökkur - 01.06.1952, Side 343
RÖKKUR
391
verða möluð mjölinu smærra, og fangarnir traðkaðir undir
hælum hins æsta múgs, en á næsta andartaki sá hún þá líta
upp og beint framan í hana. Samúðin greip hana svo sterkum
tökum, að henni gleymdist öll gætni, og hún þreif talnabandið
úr barmi sér og hélt því hátt á loft, en enginn veitti því athygli,
því að allra augu mændu á fangana — og í sannleika sagt
efaðist hún um, að prestarnir hefðu komið auga á sig, þótt hún
hefði haldið svo í svip, og vonaði, að þeir hefðu gert það.
Andlit þeirra hurfu aftur sjónum hennar og er hún næst sá
fangana voru þeir að ganga upp aftökupalls-þrepin. Hún þekkti
ekki í sundur síra Crockett og síra James, en hún þekkti undir
eins föður Edwards. Hún hafði góða sjón og hún sá glöggt, þótt
fjarlægð væri nokkur, hve fölur og eymdarlegur hann var
— alveg eins og í Fuggesbroke, — eins og hann væri gersam-
lega að bugast. Vesalingurinn, hugsaði hún, hann var sjálfsagt
sem lostinn reiðarslagi yfir því, sem gerzt hafði og yfir, að
verða nú að horfast í augu við dauðann. Engan prest hafði
hún séð óttaslegnari en hann — og þó vonglaðan.
Yfirvöldin ætluðu sér vissulega ekki að stytta þjáningar-
fulla bið hans með því að taka hann af lífi fyrstan. Hann var
látinn ganga út á aftökupallsbrúnina, en hinn hærri af hinum
tveimur var leiddur að gálganum. Af smánarorðum manna
skildist henni, að það væri síra Crockett. Allt í einu snerist
hann á hæli og gekk að föður James, kraup á kné, og hlaut
blessun hans og syndafyrirgefingu, en að því loknu kraup síra
James fyrir honum og hlaut blessun hans. Meðan þessu fór
fram sat Katrín á hesti sínum og gnæfði yfir hópinn. Hún
hélt talnabandinu hátt á loft, og það var því meira en líklegt,
að annar hvor þessara heiðvirðu manna kæmi auga á hana
og sannfærðist um, að þarna væri þó ein manneskja, sem væri
vinur þeirra og bæði fyrir þeim.
Múgurinn var fjandsamlegri en hún hafði ætlað af því, sem
henni hafði borizt til eyrna í Chicester og grennd. Ef nokkur
kaþólskur prestur var nálægur gætti hann þess að láta ekki
á sér bera, eins og vafalaust var hyggilegast. Þegar presturinn
nú lyfti höndum til að blessa mannsöfnuðinn, hrópuðu menn:
,,Við hirðum ekki um blessun svikara! Svikari, svikari! Eit-
urbyrlari! Til helvítis með hann, áður en hann gerir meira illt
af sér.“
Það virtist næstum eins og Nicholas Pecksall hefði sagt satt,
að allir hefðu snúizt gegn hinni sönnu trú.