Rökkur - 01.06.1952, Side 347
RÖKKUR
395
Katrínu grunaði ekki lengur, að maðurinn væri að leiða hana
í gildru.
„Og þér hélduð kannske, að eg þekkti hann — var það þess
vegna sem þér veittuð mér eftirför?
„Að nokkru leyti — en aðallega vegna þess, að það vakti
furðu mína, að kaþólskt ungmenni skyldi eiga dirfsku til að
veifa talnabandi sínu, að segja mátti framan í nokkur hundruð
æfra mótmælenda. Segið mér, eigið þér heima hér nálægt? Er
fólk yðar kaþólskrar trúar?“
Hún hristi höfuðið, vissi ekki í svip hverju svara skyldi. Hann
starði stöðugt á hana og er hún svaraði engu spurði hann:
„Þér þekkið kannske — af tilviljun — mann að nafni Simon
Alard?“
Katrín stokkroðnaði.
„Hvers vegna spyrjið þér?“
„Af því að þið eruð líkari en nokkrir tvílembingar gætu
verið — svipurinn, hörundsliturinn — er eg horfi í augu yðar
finnst mér eg horfa í augu hans. Er þá nokkur furða, að eg telji
líklegt, að þið séuð skyldmenni?“
„Þér þekkið hann þá, — ó, herra minn, segið mér, hafið þér
hitt hann í morgun?"
„Seinast í morgun.“
Katrín fékk í fyrstu engu orði upp komið. Svo greip hana
sjálfti.
„Ó, herra minn, segið mér hvar hann er.“
„Þar til fyrir fáum mínútum hélt eg, að hann væri í útjaðri
þyrpingarinnar og væri áhorfandi að aftökunni. Eg hélt, að það
væri hann, sem sæti þarna á hestinum og héldi talnabandinu
á lofti. En tvennt gat eg að vísu ekki skilið: Hvernig hann hefði
komist yfir hest — og hvers vegna hann hagaði sér svo — brjál-
æðislega.“
„Talið ekki lengur í þessum dúr og segið mér hvar hann er.“
„Eg býst við, að hann sé nú í Chichester — en hvar í borg-
inni veit eg ekki. En eg á að hitta hann á tilteknum stað og
stundu — svo að, ef þið eruð tvíburabræður, getið þér —“
„Eg kem með yður. Eg verð að koma með yður. Eg var á leið
til fundar við hann, en vissi ekki hvar eg skyldi leita hans. Eg
ætlaði nú til hafnar og grennslast eftir skipinu, sem hann kæmi
með. Og nú er hann kominn. Guði sé lof, guði sé lof. Nú er
fyrir allt goldið. Guði sé lof. Eg bjóst aldrei við að það mundi
ganga svo greiðlega að finna hann.“