Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 350
398
RÖKKUR
„Og nafn yðar?“
„Peter Smith — það er að segja, það nafn getur dugað eins
og hin.“
„En yðar rétta nafn?“
„Það er bezt, að þér vitið það ekki. — Það getur stundum
valdið sársauka, að vita leyndarmál.“
Katrín hafði ekki fleiri orð um, en leit í kringum sig. Á borð-
inu, sem var í miðju herberginu, voru ýmsir kaldir réttir,
skorpusteik, brauð, ostur, mjöður. Hún hafði ekki neytt neins
allan daginn og vatnið kom fram í munninn á henni, er hún sá
matinn. Pétur Smith hlaut að hafa lesið hugsanir hennar, því
að hann mælti:
„Við skulum setjast. Það er óþarfi að bíða eftir bróður þín-
um.“
Hann bjóst til að hella öli í könnu handa henni, en hætti við
það og mælti:
„Þetta má eg víst ekki, því að það gæti vakið grunsemd,
ef maður á mínum aldri kæmi fram sem þjónn ungs pilts. Við
flóttamenn verðum að læra af reynslunni — og hyggilegast
að haga sér eins þótt enginn sé nærri, og í margmenni. Helltu
því sjálfur í könnu þína, piltur minn.“
Það vottaði fyrir glotti á vörum Katrínar. Einhvern veginn
var henni skemmt, er litið var á hana sem pilt.
„Segið mér,“ sagði hún, „ferðuðust þér alla leiðina til Róma-
borgar með bróður mínum.“
„Alla leið — og hann er ekki fyrsti ungi presturinn, sem eg
hefi fylgt.“
„Hversu langt er síðan þið fóruð frá Rómaborg?“
„Tæpir tveir mánuðir. Við tókum höfn í Littlehampton í gær
og hefðum riðið beint til West Rooting, ef okkur hefði ekki
borizt til eyrna, að aftökurnar ættu að fara fram.“
„Af hverju kom Simon ekki á aftökustaðinn?“
„Af því að við fréttum samtímis af deyjandi, kaþólskum
manni í dyblissunni, og Simon fór þangað til þess að þjónusta
hann.“
„En pestin geisar í dyblissunni,“ sagði Katrín óttaslegin.
„Nei, það er bara svitasóttin — og hún geisar um allt. En
hvort sem um pestina eða svitasóttina er að ræða ber kaþólsk-
um presti að gera skyldu sína, og það þótt — eins og í þessu
tilfelli — fanginn sé þar ekki vegna trúar sinnar.“
„En hvernig gaztu vitað, að eg mundi vera hér?“