Rökkur - 01.06.1952, Síða 351
RÖKKUR
399
„Og er bróðir minn hjá honum nú?“
„Það vona eg, eða þá, að hann sé nýfarinn frá honum. Þegar
við fréttum um manninn komum við okkur saman um, að
bróðir þinn færi til dyblissunnar og reyndi að fá þar inngöngu.
Eg segi ekki neitt um hvernig hann átti að fara að því, —
það er leyndarmál — og leyndarmál geta valdið eins miklum
sársauka og kvölum og pestin — en eg átti að fara til Broyle-
heiðar og veita Francis Edwards fyrirgefningu synda sinna,
áður en hann gengi mót dauða sínum.“
„Það var þess vegna sem þér gáfuð honum merki?“
„Já, og eins og samkomulag var um, en hann forðaðist að
horfa á mig. Satan hafði blásið anda Júdasar í brjóst honum
og hafði hann á valdi sínu.“
„Ó, segið þetta ekki, segið þetta ekki,“ kveinaði Katrín.
En hinn sólbrenndi, ókunnugi maður var miskunnarlaus.
„Hann var kallaður eins og Júdas í samfélag postulannna,
en eins og Júdas hafnaði hann Meistaranum — ekki fyrir þrjá-
tíu peninga silfurs — heldur til þess að halda aumri líftóru
sinni. Judas, mercatorpessimus, — en snúum hugan-
um að öðru. Eg þykist heyra fótatak bróður þíns í stiganum.“
47.
Katrín reis á fætur snögglega og andartaki síðar stóðu „tví
burabræðurnir“ hvor gegnt öðrum og voru þeir svo líkir, að
furðu gegndi. Annar var snöggklipptur að vísu, hinn með „hár-
lubba“ eins og sveitastrákur, annar með loðna efrivör og höku,
hinn ekki — að öðru leyti var enginn munur.
„Simon,“ kallaði hún loks.
„Kata, Kata! Nei — það getur ekki verið þú.“
„Víst er það eg,“ sagði hún og vafði örmunum um háls hon-
um. „Klædd eins og strákur — í gömlu fötunum þínum. Þannig
klædd fór eg að leita þín.“
„Eg vissi það ekki, en samt fann eg þig,“ og nú fóru tárin að
streyma niður kinnar henni. Hann þrýsti henni að sér og kyssti
hana. Pétur Smith stóð við gluggann og horfði út.
Gleði, undrun, þakklæti, furða — allt þetta kom fram í beggja
hug — og í svip fékk hvorugt mælt frekara. Þau gátu aðeins
setið við borðið og haldizt í hendur, og við snertinguna fundið
fullvissuna um, að þetta var veruleiki en ekki draumur. Eftir