Rökkur - 01.06.1952, Page 354
402
ROKKUR
varð allt ljóst — of ljóst. Heimilið, sem hann hafði svo oft
dreymt um, er hann var að heiman, var í rústum. í fjarlægðinni
hafði hann ekki munað hvað hann hafði þjáðst þar, og saknað
þess, en nú hvíldi yfir því auðn og vansæmd, og þarna myndi
brátt verða heimili ókunnugs fólks.
„Móðir mín sendi eftir Thomas Alard — og það var áform
hennar að vera farin, er hann kæmi.“
„Ó, vesalings móðir mín.“
„Madge sagði — “
„Hjátrú — það hryggir mig, að þú skulir leggja trúnað á slíkt.“
í sorg sinni yfir því, sem hún sagði honum, varð hann gramur,
en á næsta andartaki fann hann til meðaumkunar með henni.
Öll þessi ár, er hann hafði hvílt öruggur við sjálfan barm sinn-
ar heilögu, glæstu kirkju, hafði sál hennar hungrað. Hungraðar
sálir leiðast auðveldlega á vegu hjátrúarinnar. Það var ósann-
gjarnt af honum, að áfellast hana.
„Hjartans, elsku systir mín, þú verður að fyrirgefa mér. Eg
hefði ekki átt að mæla þannig til þín — því að eg skil nú hvað
þú hefir orðið að þjást öll þessi ár, sem trú þín gat ekki veitt
þér þá huggun og hughreystingu, sem kirkja vor veitir.“
„Það kom þó fyrir, að sungin var messa — í Fuggesbroke ....
en nú er þar allt í rústum .... “ — og aftur streymdu tárin niður
vanga hennar.
„Ó, ef eg gæti farið með þig til Rómar og að þú mættir njóta
þar hinnar kirkjulegu dýrðar —“
Hann fann sárt til meðaumkunar með henni, sem aldrei hafði
komið í kaþólska kirkju, aldrei heyrt messu sungna, nema í
hálfmyrkri og með leynd og kvíða. Fegurð og dýrð kaþólsku
kirknanna var henni óþekkt, svo og samhugur hinna andlegu
leiðtoga.
Hann dró upp fagrar myndir af þessu öllu — af kirkjunum
sem reistar voru á gröfum píslarvottanna. „Þú ættir að heyra
sönginn og hljóðfærasláttinn, sjá reykelsið líða upp til himins
frá altarinu — finna angan þess —“
„Eg vildi geta séð það — og fundið þessa heilögu angan.“
„Það liggur við, að það hryggi mig, að hafa notið þessa alls
ón þín.“
„En eg hefi líka séð dásamlega hluti — Tuktone átti helgan
grip, silfurbikar, skreyttan demöntum — og Tuktone húsfreyja
hafði nýlokið við að sauma gullbryddað altarisklæði — nú er
það brunnið til ösku —“