Rökkur - 01.06.1952, Side 358
406
ROKKUfi
lýsti sem landi styrjalda og sorga. Hann kvaðst hafa fundið til
þess hve harðlyndir og hryggir Frakkar væru, eftir samvistirnar
við hina hjartagóðu og hressilegu ftali. Andi þess, sem ríkti meðal
mótmælenda, gætti hvarvetna, — hvergi varð þess vart, að
menn hugsuðu um velferð sálarinnar, heldur um að efnast, græða.
Katrín sagði honum þá hversu komið væri í Englandi •—- hversu
allt hefði breyzt við komu manna eins og Roberts Douce. Og
hún bætti við, að kannske væri betra, að enska þjóðin auðgað-
ist heldur en að útlendingar hirtu gróðann.
Þá andvarpaði bróðir hennar og af systurnæmleik sínum
skildi hún, að það voru ekki hans eigin hugsanir, sem knúðu
fram andvarpið, heldur það, sem hún hafði sagt.
„Fyrirgefðu mér,“ sagði hún, „en eg skil ekki hvers vegna
velmegun þarf að verða þjóð til ills.“
„Menn, sem eru að bana komnir af hungri, leggja sér til
munns hvað sem þeir geta í náð — jafnvel aur. Sviptar trú
munu hungraðar sálir fyllast gróðaæði — hugirnir verða
bundnir við iðnað og varning, og það verður sjö sinnum erfiðara
en ella að beina þeim aftur á braut hinnar sönnu trúar.“
„Heldurðu, að hún eigi afturkvæmt?“
„Bráðum — einhvern tíma — eg veit það ekki — og vil ekki
um það hugsa. Eg veit það eitt, að það verður ekki nema blóði
sé úthellt — en ekki í styrjöld —“
„Við hvað áttu?“
„Að blóði píslarvotta verði úthellt — blóði mínu — og þínu.“
„Mínu!“
„Já, við verðum öll að úthella blóði okkar — ef ekki á aftöku-
staðnum, þá hjartablóði með þjáningum vorum. Þú, systir mín,
hefir þjáðst meira vegna trúar þinnar en eg.“
„Hungrað hefi eg —“
„Eg veit það — og á komandi dögum muntu þjást þótt með
öðrum hætti verði.“
„Ó, Simon, eg vildi mega láta lífið með þér.“
„Ef það gæti verið þannig, að við ættum samleið inn í hina
eilífu dýrð — ekki aðeins að standa hlið við hlið og horfa upp
á slíkt sem það er varð hlutskipti Francis Edwards."
En Katrín vildi ekki um hann ræða.
„Eg veit,“ sagði Simon, „að guð mun ekki leggja á mig meira
en eg get borið, en nú get eg ekki horfst í augu við þetta. Katrín,
systir mín, framtíð þín liggur mér þungt á hjarta, og eg hefi
áform í huga, sem munu verða til þess að mér verður styrkur