Rökkur - 01.06.1952, Síða 359
RÖKKUR
407
að bænum þínum, í stað þess, að nærvera þín geri mig veikan
fyrir.“
Henni skildist, að hann væri aftur að hreyfa því, að hún gengi
í klaustur, og hugur hennar, sem svifið hafði hátt af tilhugsun-
inni af píslarvættisdauða, lækkaði flugið, gagntekinn beyg.
„Bróðir minn, viltu í raun og veru, að eg gangi í klaustur?"
„Hvers annars get eg óskað þér, systir mín, ef þú giftist ekki?
Hvers gæti eg betra óskað þér en að þú verðir brúður Krists?“
„En eg finn enga köllun — eg mundi ekki fella mig við slíkt
líf.“
„Þú ert ekki lífsreynd, — og köllunin getur komið, þótt hugur
þinn hneigist ekki í þessa átt.“
„Eg veit, eg veit, — en ---------“
„Systir mín, eg mun ekkert aðhafast gegn vilja þínum, en
eins og eðlilegt er vil eg, þar sem þú ert einstæðirigur, gera
framtíð þína sem öruggasta. Það er eigi nema eðlilegt, að eg hafi
áhyggjur þín vegna — og kannske hefir það áhrif á skilnings-
hæfileika minn. Látum þetta því liggja milli hluta á bili. Eg
fer ekki fram á annað en að þú ræðir þetta við lafði Beynton
og hlýðir á það, sem hún hefir að segja. Hún á dóttur í enska
klaustrinu í Bruges.“
„Jæja, eg skal ræða við hana.“
Hryggð náði sterkari tökum á huga hennar.
51.
Það var dimmt mjög á láglendinu og þau gátu víða ekki farið
nema fetið, og sennilega hefðu þau villst, ef Pétur Smith hefði
ekki verið þaulkunnugur, en hann hafði þegar farið margsinnis
milli Chichester og West Rooting. Mistur var nú svo mikið, að
engar stjörnur sáust á himni. Áhrif myrkursins og mistursins
voru þyngjandi. Ekkert hljóð barst að eyra, nema fótatak hest-
anna og kliðurinn af máli þeirra, er þau ræddust við í hálfum
hljóðum. Loks rofaði dálítið til í austri, er þau nálguðust þorpið
Bury, sem þau riðu um, en þar voru allir í fastasvefni. Leið
þeirra lá nú eftir glögglega merktum vegi til Gullborough, en
eftir það lá vegurinn í ótal bugðum milli limgirðinga, en ekki
gekk Pétri Smith verr að rata þarna en annarsstaðar. Þegar þau
komu til Warminghurst var sól risin og lá leið þeirra nú fram
hjá hverju bændabýlinu af öðru. En frá því er til Thakeham