Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 360
408
RÖKKUR
kom var allsstaðar skóglendi, sem mannsiiöndin hafði ekki enn
hróflað við í gróða og eyðiieggingar skyni.
Katrín var nú loks farin að finna til þreytu og í birtingu er
fór að kula dálítið varð henni hrollkalt. Hún fann til verkjar í
höfðinu og henni var ekki sama nautn að því og áður, að sitja á
hestbaki. Fegin hefði hún farið af baki og hallað sér upp að
einhverjum trjábolnum til að hvílast og sofa. Simon sá hversu
henni leið og stakk upp á, að þau hefðu viðdvöl í einhverri
kránni, og fengju sér mjöð að drekka, en Pétur Smith kvað ekki
á slíkt hættandi. Engir kaþólikkar ráku veitingakrá milli
Halfnakade og Kent. Katrín yrði að stappa í sig stálinu — nú
voru aðeins fáeinar mílur ófarnar.
Katrín fyrirvarð sig fyrir að duga ekki betur í viðurvist
þeirra, sem hún leit á sem hetjur. Og hún reyndi að bera sig vel
og hlusta með athygli á Pétur Smith segja frá því, sem á daga
hans hafði drifið fyrir tveimur árum í Englandi. Svöl rök skógar-
laufin voru þeim til hlífðar í vaxandi sólarhitanum, og eitt sinn
námu þau staðar við læk nokkurn, og teyguðu af hjartans lyst
svalt bergvatnið. Þetta hressti hana vel og bjó hún að því þær
þrjár mílur, sem ófarnar voru.
Það var komið fram undir hádegi, er þau komu að rjóðri
miklu, þar sem Saxar fyrir hundruðum ára höfðu beitt svínum
sínum, en þarna var nú þorp lítið, — nokkrir kofar með strá-
þökum, og eitt eða tvö allreisuleg hús, og kirkja, byggð í sax-
neskum stíl, en í nokkurri fjarlægð gat að líta þök herraseturs.
Þar var Tabler Hall, heimili Beynton-ættarinnar, og miðstöð
samtaka kaþólskra manna í Englandi um þessar mundir. Flestir
prestar, sem komu frá Rómaborg til Hulkesmouth og Little-
hampton sungu messu í West Rooting, en Beyntonættin naut
verndar áhrifamanna og hafði til þessa fengið að vera í friði.
Beynton-hjónin voru ástsæl mjög af öllum, háum sem lágum,
í héraðinu. Þarna mundi Katrín loks hitta fyrir enska, kaþólska
menn, sem höfðu getað iðkað trú sína, og hún varð hughraustari,
er Pétur Smith sagði henni sögu þessa fólks. Og henni fannst
gott til þess að hugsa, að mega hvílast þar, þótt hún yrði, eins
og Simon og Pétur, að fara þangað, sem hún ekki vildi fara..
Hún var svo þreytt, að hún var farin að dotta á hestinum ann-
að veifið, en hrökk ónotalega upp hitt, er hún nálgaðist húsið.
Og er þangað kom var hún aðeins óljóst vör þess, að allt virtist
á iði í kringum hana. Svo kom Simon, leiddi til hennar roskna,
svartklædda konu og fremur gildvaxinn, ungan mann, og kynnti