Rökkur - 01.06.1952, Síða 361
RÖKKUR
409
hana fyrir þeim. Henni var það nú léttir að heyra, að hún þyrfti
ekki að dulbúast þarna og Pétur Smith og James Philips voru
nefndir sínum réttu nöfnum og kallaðir „faðir Amyas“ og „fað-
ir Alard“.
í fyrsta skipti á ævi sinni var Katrín á trúlega kaþólsku
heimili — þar sem allir, frá hinum lægsta til hins æðsta, voru
kaþólskir og fylgdu öllum trúarvenjum dyggilega. — Henni
veittist erfitt að komast af baki og bróðir hennar studdi hana
inn. Hún sá óljóst, að margt manna var umhverfis hana. Hún
sá tvo unga drengi krjúpa á kné fyrir föður Amyas og hún sá,
*að hann blessaði yfir þeim. Þjónar komu með mat og vín —
hún var leidd að arni, sem eldur logaði í, en henni var hrollkalt.
„Hvers viltu neyta, barnið gott? — Ralph, helltu í glas handa
henni.“
En Katrín hafði ekki lyst á neinu — gat aðeins dreypt á vín-
inu, og var því fegin, er þerna kom, fylgdi henni til gestaher-
bergis og hjálpaði henni til að hátta. Hún sofnaði um leið og
hún lagði höfuðið á svæfilinn.
52.
Hún svaf órólega. Hún var alltaf að vakna með andfælum, og
leið illa, þar til hún gat gert sér grein fyrir hvar hún var. En
loks gat hún fest svefn svo, að hún vaknaði ekki fyrr en eftir
nokkrar klukkustundir og lá þá í svitabaði og jafnvel lökin voru
gegnvot af svita. — Eftir það sofnaði hún ekki aftur, en lá
hreyfingarlaus og starði upp í loftið, þungt hugsi. Hún heyrði
að klukka sló fimm einhversstaðar, og bjóst við, að einhver
mundi koma bráðlega og kalla á hana til miðdegisverðar. Þykk
tjöld voru fyrir gluggum og gegnum op milli þeirra lagði bjarta
rák, sem einhvern veginn minnti hana á skínandi rautt sverð.
Hún sá það hreyfast — alla leið að rúmi hennar, unz oddurinn
nam við hjarta hennar. Þessi bjarti brandur hnígandi sólar
stakkst í hjarta hennar. — Sólarkóngurinn var afbrýðisamur
elskhugi — hann fór svona að, af því að hún ætlaði að snúa
baki við honum, þótt hinir sukggalegu klausturveggir í Briigge
gætu kannske ekki bægt honum frá að fullu .... nei, það mundi
ekki takast, en hann mundi aðeins kyssa hana virðulega, hana
mundi ekki hita í andlitið af brennandi kossum hans, og hör-
und hennar mundi aldrei verða brúnt af hans völdum framar
eins og fullþroska korn — hún mundi verða föl eins og óðjurt-