Rökkur - 01.06.1952, Síða 363
RÖKKUR
411
vegna tilhugsunarinnar um að verða að lifa eftir ákveðnum
reglum — yfir að glata frelsi sínu. Þetta var skakkt af henni.
Hún játaði það með sjálfri sér, en hún gat ekki að þessu gert.
Djörf, villt hugsun náði í svip tökum á henni: Klæðast aftur
karlmannsfötunum og ríða út í skóg og gerast ævintýramaður.
Hún vildi heldur bregða sér í karlmannsbrækur en hyljast
nunnuskikkju — þótt hún stundum hefði sagt áður, að það væri
synd og skömm, að ekki væru nein nunnuklaustur í Englandi
.... og þó fann hún ekki til neinnar köllunar .... hún vildi
giftast .... Simon hafði sagt eitthvað um að stundum væri köll-
un fram knúin af kringumstæðunum. Hvað gat hún lagt fyrir
sig, ef hún gengi ekki í klaUstur? Vitanlega gat hún ekki gerst
flakkari — nema um stundarsakir. Hún var ekki af þeim málmi
steypt, að hún gæti þrætt þær vegleysur alla ævina.
Hún hafði sagt Nicholasi Pecksall, að trú hennar væri hið
dýrmætasta í eigu hennar — ella hefði hún kannske gifst dans-
andi presti. Þá ætti hún að elska trú sína meira en frelsið. Trúin
var eitthvað sem var hafið yfir óþægindi, áhættu — allt. Trúin
var líf eða dauði. Hún vildi, að það yrði dauðinn. En Simon
vildi ekki, að hún dæi — ó, hve hana verkjað í höfuðið —
hann vildi, að hún lifði — til þess að biðja fyrir honum. Bænir
og blóð — blóði yrði úthellt, sagði hann, blóði píslarvotta. Ef
hún tæki á sig þjáningar og bæði allar stundir af allri sál sinni
gæti það kannske stuðlað að því, að trúin sigraði á Englandi.
Hún mátti ekki draga kjark úr Simoni, vegna málefnisins, sem
var þeim báðum hjartans mál. Ef þessum höfuðverk hnnti gæti
hún kannske hugsað skýrara. En hún sá þúsundir presta. Þeir
voru á göngu. Þeir komu frá Rómaborg og fóru til Rheims og
þaðan til Douai og loks til Englands, til þess að vera hengdir
og í Brúgge var vesalings nunna, sem óskaði einskis frekar en að
verða hengd, en varð að biðjast fyrir —■ dag og nótt — dag og
nótt — þar til trúin sigraði
53.
Það var barið að dyrum og inn kom þerna lafði Beynton með
fangið fullt af fötum húsmóður sinnar, svo að Katrín gæti valið
úr. Hún sagði, að kvöldverður yrði til reiðu eftir hálfa klukku-
stund. — Fötin voru öll úr vönduðu efni og' skrautleg og að
öllu vel til þeirra vandað. Og nú varð Katrín í fyrsta skipti
að fara í kjól, sem var með stinnum hálskraga, en hún hafði
aldrei klæðst neinu, sem þrengdi að hálsinum, enda vön því að