Rökkur - 01.06.1952, Síða 364
412
RÖKKUR
sólin skini á hann og litaði hann brúnan og vindamir léki um
hann. En nú varð að breyta um. — Þetta var þá eins konar for-
leikur að því, að ganga með stinnan nunnukraga um háls. En
hana verkjaði æ meira í höfuðið og þessi höfuðbúnaður bætti
ekki úr skák.
Kvöldverðar var neytt í stórum sal og var gnægð góðra rétta
á borðum og menn neyttu matarins hátíðlegir á svip.
Ralphe Beynton, sem raunverulega var húsbóndinn á heim-
ilinu, sat við efri borðsenda ásamt móður sinni, er sat honum á
vinstri hönd. Katrín sat á hægri hönd honum, og svo prestarnir
tveir, þá konur og karlar af Beyntonættinni, og heimamenn
aðrir. Þetta minnti Katrínu eigi lítið á Fuggesbroke, nema að
hér var allt með glæsibrag. Hér gætti og minni otta — en hér
gerði enginn að gamni sínu.
Katrín var svo lystarlaus, að húsfreyja hafði áhyggjur af.
Katrín fyrirvarð sig fyrir hve þreytt hún var og slöpp, en hugg-
aði sig við, að hún myndi verða jafnhress og hún átti vanda til,
er hún hefði hvílt sig heila nótt. Hún fann, að henni var um
megn að taka að ráði nokkurn þátt í viðræðum, en naut þess þó
að heyra sagt frá Rómaborg og öðrum löndum. Að því er virtist
átti lafði Beynton son í nýja háskólanum í Douai og dóttur í
klaustri í Brúgge, og eitt sinn hafði hún farið til Flanders og
hitt þau bæði. Katrín furðaði sig á hvernig hún hefði getað
komist þangað og heim aftur.
Það var ekki fyrr en staðið hafði verið upp frá borðum, að
hún heyrði, að syngja ætti messu daginn eftir. f fyrstu hélt hún,
að þetta mundi gerast jafnvel fyrir birtingu, og mundi hún því
ekki geta notið svefns og hvíldar, en henni var sagt, að þarna
væru ekki messur sungnar með sömu leynd og verið hefði í
Fuggesbroke. Faðir Amyas ætlaði að syngja messu klukkan sex
að morgni áður en henn legði aftur upp í ferð sína, og mikill
varð feginleiki hennar, er hún komst að þvíð að Simon mundi
halda kyrru fyrir í West Rooting 1—2 daga.
,,Við Amyas hittumst í Rochester,“ sagði Simon við hana.
,,Eg fer um Leasan og Vinehall.“
„Ætlarðu að koma við í Conster?"
Hann hristi höfuðið.
„Það er ekkert, sem dregur mig þangað nú. En eg ætla að
koma við í Fuggesbroke og Holy Crouch.“
„Ætlarðu að hitta Thomas Harman.“
„Sá er höfuðtilgangur minn með að fara á þessar slóðir.“