Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 365
R Ö K K U R
413
„Til þess að hann geti skriftað —“
„Til þess að ljúka því, sem þú byrjaðir á —“
„Eg — en það sem eg vildi vel gera, fór illa —“, en henni
var það gleðiefni, að hann skyidi tala um það sem hennar hlut-
verk, að hafa ætlað að koma því til leiðar, að Thomas Harman
gæti notið blessunar trúar sinnar.
Henni var líka hugsvölun í því, að ekki var áformað að lafði
Beynton talaði við hana um framtíð hennar þetta kvöld. Hún
vildi miklu heldur læðast upp og kúra sig niður í rúm. Hún
var farin að halda, að hún hefði tekið einhverja veiki í Chichest-
er, því að hún var viss um, að hún var með hita. Hana verkjaði
í höfuðið og hörund hennar var brennheitt. Ef hún aðeins yrði
ekki svo veik, að hún gæti ekki hlýtt messu morguninn eftir.
Henni flaug í hug að biðja um eitthvað, sem drægi úr hita henn-
ar og þjáningum, en hún vildi ekki baka neinum áhyggjur —
og svo gæti það kannske leitt tl þess, að henni yrði skipað að
vera í rúminu. Hver sem áhættan yrði og hvað sem hver segði
eða gerði — á messu skyldi hún hlýða. Hún ætlaði ekki að láta
þrífa bikarinn frá vörum sér öðru sinni.
Hún varð enn ákveðnari í að framkvæma þetta áform, er
hún var lögst fyrir. Hún svaf órólega, var alltaf að vakna og
oftast með andfælum. Eitt sinn dreymdi hana, að hún hefði sof-
ið yfir sig — og enginn komið til þess að vekja hana, svo að hún
gæti hlýtt messu — hún væri um garð gengin og prestarnir báðir
farnir. Og hún lagði af stað á eftir þeim ríðandi — hún ætlaði
til Fuggesbroke og hlýða messu þar. Hún eygði Fuggesbroke
langt í burtu, en hún færðist aldrei nær, þótt hún riði á harða
spretti. Og allt í einu skaut eldtungum upp um þakið, og hún
fann hitann —• úr tíu mílna fjarlægð.
Öðru sinni dreymdi hana, að hún væri á reið klædd nunnu-
kufli. Er hún var á reið í svefni varð henni það aldrei til hvíldar
og hressingar eins og í vöku — en hún var á reið og mætti
Nicholas, sem allt í einu var kominn þar, og Richard Tuktone
var þar líka, einhverra orsaka vegna. Þeir voru í prestsseturs-
garðinum og hún sá rósarunna teygja lim sitt svo hátt, að það
gnæfði við himin. Pecksall vafði hana örmum og kyssti hana
— hún naut þess í draumnum, er hann kyssti hana, en alltaf
stóð Richard Tuktone við hlið þeim og vildi ekki fara. Og svo
vaknaði hún, en í því er hún vaknaði þóttist hún sjá, að rósar-
runnarnir hefði teygt lim sitt upp að aftökupalli ....
Og hún heyrði sjálfa sig hvísla, aftur og aftur: Gálginn, gálg-