Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 366
414
RÖKKUR
inn — og hún bað og bað, því að hún hélt, að hún væri að ganga
af vitinu, en loks gat hún fullvissað sig um, að þetta hefði að
eins verið draumur. Og nú var hún viss um, að hún var veik,
og eftir messu ætlaði hún að biðja um lyf.
54.
Það var búið að syngja messu — eða hafði hana dreymt það?
Nei, því að þetta stóð henni allt svo ljóst fyrir hugskotsaugunum.
Altarið gnæfði eins og klettaey í hafi upp úr þokubakka — en
á báðum endum eyjarinnar voru bál kynnt. Hún gat séð þetta
greinilega þótt hún legði aftur augun. Og nær sér í fjörunni, á
sjávarbakkanum, lífsins miklu strönd, sá hún mergð manna
krjúpa í bæn, eða voru það kannske bara heimamenn, en Simon
stóð fyrir framan altarið, og við hlið hans faðir Amyas með
disk, sem á voru hinar himnesku oblátur. Hún heyrði rödd
bróður síns, hún þekkti hana svo vel: introibo ad altare
D e o. Eftir tvö löng ár hafði hún gengið að altari guðs. Þess
vegna kenndi hún ekki beygs nú, þótt hún vissi nú, að hún var
mikið veik. Hún óttaðist ekki neitt, jafnvel ekki dauðann sjálf-
an, af því að hún vissi, að það var ekki draumur, að messa hafði
verið sungin. Hún var alveg, alveg viss, því að hún mundi eftir
hallandi ljósrák úr glugganum, sem birtu lagði af á kaleikinn.
Hún mundi hvernig' fatnaður heimamanna var á litinn, lafði
Beynton var svartklædd, en Sir Ralphe var klæddur purpura-
litri skikkju, Margery var grænklædd — og í lok messunnar
hafði hún hallast að Humphrey — hún mundi það glöggt — og
það var sönnun þess, að þetta var ekki draumur. — En hvemig
stóð á því, að Nicholas Peckall hafði sungið messu? Hvernig
hafði hann komist til West Rooting? Hún yrði að spyrja föður
Amyas, því að hún sá andht hans, er hún leit upp, eins og um-
vafið skýjum, en í stað þess að spyrja hann um Nicholas Peck-
sall, spurði hún um- svitasótt, en hann svaraði, að sent hefði
verið eftir lækni, handa henni, og hann sagði það kuldalega, og
hún heyrði sjálfa sig mæla:
,,Það hefði átt að senda eftir spámanni, því að allt er þetta
skráð í stjörnurnar."
„Nei, ungfrú, — þær eru ofar öllu slíku, fremur eru veikindi
vor og bágindi skyld dufti jarðar. — Læknar Jesúítareglunnar
— veitingakrár — lúsabæli — vonir.“
Rödd hans virtist óma í fjarlægð ,og það var kynlegt, því