Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Page 118
Talið frá vinstri, fremri röð: Jörgen, Sigurður Thór, Þorgeir. Aftari röð: Viggó,
Marinó, Lárus, Sigurður, Kjartan, Georg, Björgvin.
1929 (Sigurður G. Thorarensen glímukappi íslands;
Jörgen Þorbergsson vinnur Stefnuhornið).
19. Islandsglíman fór fram 23. júní 1929. Stjórnaði Jón Þorsteins-
son íþróttakennari glímunni, en dómarar voru Sigurjón Pétursson, Guð-
mundur Kr. Guðmundsson og Eggert Kristjánsson. Urn fegurðarglímu
dærndu Magnús Kjaran, Hallgrímur Benediktss. og Eyjólfur Jóhannsson.
ISI hafði mjög hvatt til almennrar þátttöku í þessari Islandsglímu
vegna undirbúnings undir Islandsglímuna á Þingvöllum 1930. Voru nú
rnættir til glímunnar venju fremur margir þátttakendur utan af landi.
Alls voru þeir 10, sem þátt tóku í glímunni, en einn þeirra, Georg Þor-
steinsson, varð að ganga úr leik vegna gamalla meiðsla, sem tóku sig
upp í glímunni. Sigurður Thorarensen fékk flesta vinninga, 7 talsins,
féll hann fyrir Björgvin Jónssyni frá Varmadal. Næstur honum var Þor-
geir Jónsson, fyrrum glímukappi, féll hann fyrir Sigurði Thorarensen
og Jörgen. Úrslit glímunnar urðu þessi:
116