Skírnir - 01.01.1878, Qupperneq 6
6
ÓFRIÐURINN.
brúna á Jantra (nálægt Bjela), og varS her keisarasonar því
auSsótt yfir fljótiS. Nn byrjaíi umsátur um Rústsjúk og löng
skothríð meÖ hvorumtveggju, án þess til meiri tíSinda drægi.
Austar enn Jantra er á, sem Lom heitir og myndast af tveimur
kvíslum („Lom svörtu“ og „Lom hvítu"). Keisarason ijet for-
ver8i sína sækja austur yfir vestri kvíslina og sló þá stundum í
smábardaga, og gekk svo um hriS. Vjer hverfum nú vestur
aptur aS Sistóva. Um leiS og Rússar skutu hjer út örmum
hersins á báfar hliSar, sótti aSalforinginn, Nikulás keisarabróSir,
suSur eptir miSju landinu. Forustu fyrir framdeild hersins hatSi
sá hershöfSingi, er Gúrkó heitir, og mart hefir sjer til fremdar
unniS í berferSinni. Hann hjelt hraSfara suSur aS Tirnóvu,
fyrrum höfuSborg Bolgaralands, og Ijet liS sitt gera þegar áhlaup
á vígi bæjarins, sem stendur upp á háu felli. Eptir skamma
vörn stukku Tyrkir burt úr viginu og suSur á tjöliin (Balkan).
Rússar settu menn til landstjórnar í þessari borg, en þaSan
hjelt Gúrkó svo lengra suSur aS leita yfirferSar um Balkan.
Hjer eru skörS á ymsum stöSum, sem yfir er fariS, en helzta
leiSarskarSiS er kennt viS Sjipka, bæ sem liggur fyrir sunnan
fjöllin, og höfhu Tyrkir hjer allmikiS liB á verBi, aS verja fjend-
um sfnum þessa almannaleiS. þeir höfSu og skipaS liBi í öll
en meiri skörS og reist þar skotvirki til varnar, en Bolgarar
vísuSu Gúrkó á eitt lítiB skarS og sjaldfarib, nokkurskonar ein-
stígi uppi viS tinda. J>ar fór hann yfir meS sina liBa, en sú
sveit Tyrkja, sem gætti leiSarinnar, lagSi þegar á flótta, er hún
sá til hersins aS norSan. SkarSiS litla liggur fyrir austan
Sjipka, og undir eins og Gúrkó var kominn suSur yfir (15. júli),
sneri hann liSi sínu vestur aS höfuBskarSinu, og skyldi þaS sótt
um leiS ah norSan. Á leiB hans var bær sá, er Kasanlik heitir,
og hjer háSi hann harSan barSaga viS Tyrki 17. júli og hafBi
sigur. þann dag hafSi hálf deild (division) eSa fylking (brigade)
sótt SjipkaskarSiS aS norSan, en orSiB aS hrökkva frá viS svo
búiS, því þeim brást sóknin aS sunnan af hálfu Gúrkós liSa.
Daginn á eptir kom Gúrkó til bæjarins og hjelt upp aS skarBinu.
Tyrkir stóSu þá meS tíu sveitir („bataljónir“; þá sveit kalla
Tyrkir Tabor), og þóttust nú í illar klömbrur komnir. Eptir