Skírnir - 01.01.1878, Qupperneq 30
30
ÓFRIÐURINN.
vissu eigi fyr til, enn þeir voru í klömbrur komnir og ógrynni
hers (30 þúsundir manna) sótti að þeim á tvær hendur. Hjer
fjellu Tyrkir hrönnum saman, og leituðu nú sem skjótast aptur
vígja sinna uppi á brekkubrúnunum. Rússaherinn fylgdi nú svo
fast á eptir, að Tyrkir tóku að riðlast, og komust þá heilar
deildir fram fyrir þá og runnu upp brekkurnar. Hjer var þunn-
skipað fyrir við víggarðana, og fjellst þeim allur ketill í eld er
þar stóðu. Eptir skamma viðtökn runnu stórskeytaliðarnir á
flótta, og mörgum varð svo felmt við, að þeir skáru dráttar-
sköklana í sundur fyrir fallbyssunum, og hleyptu svo á burt á
bestunum lausum. Rússar náðu nú hverjum víggarðinum eptir
annan, og við þá 40 fallbyssum og miklu hergerfi öðru, en
Tyrkjaherinn flýði inn í borgina eða undir virki hennar. Hand-
teknir af þeitn urðu 300 manna, auk 8 fyrirliða. Hjer var
inikill sigur unninn, cn orustan hafði staðið frá dagmálum og
fram yfir miðjan aptan. J>ann 9. nóvember gerðu Rússar
áhlaup á eitt útvirki borgarinnar, og komust þar inn og handtóku
enn eina svcit af varnarliði Tyrkja. En þeim varð ekki hald-
samt á virkinu, því Múkhtar jarl Ijet borgarherinn gera út að
því harðfengilegt atvígi og náði því af þeim aptur. Rússar
gáfu það þó eigi upp fyrri, enn þeir höfðu látið 700 manns og
40 af fyrirliðum sínum. Eptir þetta lögðust Rússar i umsát
um borgina, og urðu hjer litlir sem engir atburðir upp frá því,
og til þess er Tyrkir (samkvæmt boðum stjórnarinnar í Mikla-
garði) gáfu kastalann Rússum á vald (8. febr.) þegar allar varnir
voru þrotnar vestra. Til meiri tíðinda dró, þar sem Kars komst
í umsát eptir bardagana í seinni hluta októbermánaðar, sem
áður er frá sagt. Rússar höfðu skotvirki sín búin 30 október,
og frainan af nóvembermánuði gerðu þeir hvildarlausa skothríð
á kastalavígin úr eldgígjum sínum, nær því 200 að tölu. I
landsuður lá eitt útvígi borgarinnar, sem Hafiz er kallað, og að
því gerðu Rússar fyrstu áhlaupin nóttina milli 17. og 18. nóvem-
ber. Lazareff, sem fyr er nefndur, stýrði hjer sókninni, en um
sama leyti rjeð annar hershöfðingi, Grabbe að nafni, á tvö önnur
útvirki kastalans. í fyrstu atrennu komust menn l.azareffs inn í
virkið (Hafiz), en lijer var engra griða beizt og engiu gefin, og