Skírnir - 01.01.1878, Page 78
78
FRA.KKLAND.
dögura ens fyrra keisaradæmis. Thiers var sjálfur reyndur
stjórnvitringur þegar haun skrifaði þessa sögu, og þess skal
lika geta, að hann bæði fínnur alla höfubbrestina í stjórnar-
atferli Napóleons, og sýnir hvernig þeir hafi oríiS honum aB
falli. Hann haf8i verift skarama stund í París, áöur enn hann
fjekk ritvinnu vi8 blaíiS Constitutionel, en þegar Karl lOdi
með frammistöðu Polignacs, stjórnarforseta síns, tók að þröngva
svo mjög aí) frelsinu, sem rann varð á 1829—30, þá gekk
hann í ritstjórn blaðsins National ásamt Armand Carrel1 og
skólabróður sínum, sem Mignet hjet og hafði orðið honum sam-
ferða til Parísar. þessir menn — og Thiers fremstur'í þeirra
fiokki — áttu mikinn þátt í samtökunum gegn stjórninni, og
það var Thiers, sem gekkst fyrir að fá hertogann af Orleans
(Loðvík Filippus) til að þiggja völdin, ef þau bæru undan
Karli lOda. í blaði sínu balði Thiers sett fram þá höfuSreglu,
sem síBan hefir svo opt verið vitnað til: „Konungurinn ríkir,
en stjórnar ekki“ (Le roi re'gne et ne gouverne pas), og það
var hún sem hann ávallt vildi fá LoSvik Filippus til að laga
eptir stjórn sína, eða gera konungsvaldið þingbundiB og því
sem líkast, sem þaS er á Englandi. Hann stóS tvisvar fyrir
innanríkismálunum, einu sinni fyrir störfum og mannvirkjum í
landsþarfir (vegum, skurSum og svo frv.), og tvisvar hafði
hann á höndum utanríkismál og forstöðu fyrir ráBaneytinu.
þegar hann sleppti forstöðunni í fyrra skipti (1836), bar þeim
konungi það á milli, að Thiers þótti hann hlutast til um fleira,
enn honum bæri, og í seinna skipti (1840) líkaði honum þaS
illa, er konungur guggnaði að ganga í þau stórræði, sera Thiers
vildi beita Frakklandi fyrir, en þaS var að hjálpa Egiptajarli
móti Tyrkjum og öllum stórveldunum; en þau fylgdu þar
soldáni að máli. Thiers hafði þá fengib af konungi, að lík
Napóleons var sótt og heim komið frá St. Helena, en þaS bjó
undir, að bann vildi vekja hermóð þjóBarinnar með því að
minna hana svo á frægS sína. Menn segja líka, að hann hafi
') Hann var þjóðveldisniaður; fjell í einvígi fyrir Emile Girardin, scni
hefir haldið út ymsum hlöðum í Parísarborg.