Skírnir - 01.01.1878, Page 84
84
ÍTALÍA.
því er föÖurlands- og frelsis-ást snertir. Vjer höfum hvorki
rúm nje tíma til a8 rekja allan Stjórnarferilinn um daga Viktors
Emanúels, e8a þá atburfri og tiltektir, sem skutu lengra og
lengra út endimerkjnm ríkis hans (Sardiníu), til þess er þa<5
tók yfir alla Ítalíu, en vjer skulum hjer nefna þá helztu. Mál
Ítalíu komst fyrst á rekspöl, er Cavour gat komið ítölskum her
í lið með Frökkum og Bretum á Krímey, því af þessu leiddi,
a8 Cavour komst á Parísarfundinn og tók þar svo til máls
um ástandiS á Ítalíu og þjó8krafir landa sinna, að erindrekar
stórveldanna vöknuíu til hngleiðinga og sumir (Austurríkis) til
mestu áhyggju. þremur árum sí8ar var8 bandalag me8 Itölum
og Frökkum móti Austurríki. Eptir italska stríSiS fjekk
Sardiníukonnngur LangbarSaland, því meira var honum ekki
æt)a8 eptir fyrirmælum fri8arsamningsins í Ziirich, en hjer
slæddist fleira rae8 rjett á eptir. þegar ófri8urinn byrjaSi,
hafði fólki8 í hertogadæmunum, (Toscana, Modena og Parma)
flæmt á burt drottna sína, og selt Viktori Emanúeli alræ8isvöld
i hendur, en í samningnum var sagt, a8 þeir skyldu eiga aptur-
kvæmt til ríkis, ef þegnar þeirra samþykkti, en þessu fór svo
fjarri, a8 öll þjóBarþing þeirra landa lýstu höf8ingja sína frá
völdum. þetta var á öndverSu árinu 1860, og skömmu sí3ar
fór Garibaldi leiBangurinn til Sikileyjar og Napólí og rak Frans
konnng frá ríki. 18. febrúar 1861 var allt svo í kring komi8,
a3 þingið í Túrín kallaSi sig þjóðþing ítala og kvaddi Viktor
Emanúel me8 orðunum: nLifi konungur Ítalíu!" Nú var ekki
annað eptir enn Feneyjaland og leifarnar af Páfaríkinu. Hið
fyrra vannst fyrir bandalagið vib Prússland 1866 og, Róm tók
Ítalíukonungur eptir fall ens franska keisaradæmis, því þá varð
sú skjaldborg rofin, sem Napóleon þriði hafði sett um Róma-
biskup. þegar Róm var orðin höfuðborg Ítalíu og hennar
höfðingjasetur, þá var því marki náð, sem Viktor Emanúel og
beztu ráðgjafar hans höfðu haldið svo fast að stefnu sinni, og
þvi gat hann sagt það meb góðum sanni, sem hann svaraði
þingdeildunum, þegar þær fluttu honum í fyrra fagnaðarávarp
4. júní —•' 30. minningardag ríkislaganna, sem faðir hans gaf
Sardiníu 1848. Til öldunganna mælti hann: „ . . . vjer getum