Skírnir - 01.01.1878, Page 96
96
ÍTALÍA.
a<5 Lamarmora hefir ekki viljaS verba Bismarck svo leiðitamur
til mótgangs viö Frakka, sem enn síðarnefndi óskaSi og
ætlaSist tij.
.íulmrnútBu ‘tfiirr*ö!5 »: *ir*»iti , (iaind í*.? 1110*111 >fi u*iov • w ,(T(i*'in
S p á n n.
HjeSan eru fá tíbindi að segja, en að því leyti meS skap-
legra móti, aS lítiS hefir á orSiS til óspekta innanlands, þó
landstjórnin og lagagæzlan eigi enn í marga brestina aS berja.
þess var getiS í fyrra, aS Biskayalöndin una eigi vel sínum
kjörum, og í sumu hefir stjórnin orSiS aS slaka til viS íbúa
þeirra hjeraSa. Svo er til' dæmis aS taka um skattana, aS
þeim skal mest rnegnis variS til sjálfra þeirra þarfa, og um
herþjónustuna, aS Baskar geta keypt sig undan henni, en
stjórnin verSur því gjaldi fegin, sem svo fæst, því um fjár-
haginn veitir enn örSugt, sem fyrri. Eptir áætluninni voru tekjur
og útgjöld þessa árs — 752 milljónir „peseta“ á móti 760 —
verBa útgjöldin 8 milljónum meiri (= 5l/a mill. króna), og þykir
þaS eigi mikill halli í samanburSi viS þaS, scm vant er aS
vera. En hjer er aS gætanda, ab þingiS hefir hækkaS tollana,
haldiS striSskattinum, dregiS 25 af hundrabi af launum embættis-
mannanna, og gert ráð fyrir aS eigi meir enn lJa skuli goldinn
af því leiguútsvari sem á ríkinu stendur. Frekara leigugjalds
skal eigi mega vænta til 1889, en þaSan af skal helmingur
goldinn af ársleigum skuldanna. Bændurnir kunna því ekki ve!,
aS álögurnar hafa aukizt, og á sumum stöSum hafa þeir tekiS
sjer vopn í hönd aS verjast atförum skattheimtumanna. í vor
tóku nokkrir menn sig saman í Katalóníu til uppreisnar og
kvöddu fólkiS undir þjóSvaldsmerki, en því var ekki gegnt, og
liSiS varS fljótt til bragSs aS taka af þeim vopnin.
Á Cuba er sú uppreisn loks bæld niSur, sem þar hefir
staSiS í 9 ár. í seinasta bardaganum viS konungsliSiS var
ríkisforseti uppreisnarmanna (Estrada), tekinn höndum, og eptir
þaS tóku ymsir flokkaforlngjar aS stökkva úr landi og fleiri