Skírnir - 01.01.1878, Síða 116
116
þÝZKALANU.
sjálfsskapa víti, og því veröur ekki neitaS, að viS slíka atburBi
befir skugga dregiS á sæmdir fyrirmyndarríkisins i rjettarfari
og siðum.
Seinustu timarnir hafa verið dimbildagar fyrir þýzkaland.
Rjett á undan aí) seinna tilræöið var framið, vildi það óhapp
til á sjó, skammt frá Folkstone á Englandi, að tvö af stærstu
brynskipum þjóðverja, „Grosser Churfúrst11 og „König Wilhelm“,
rákust bvort á annað á siglingu, og sökk hið fyrnefnda svo
fljótt til grunna, að vart Va varð bjargað af skipshöfninni.
þar drukknuðu eitthvað ura 300 manns. Hitt skipið (aðmíráls-
skipið) lestist talsvert, og varð að leita til hafnar á Englandi
til aðgerðar.
í fyrra hjelt háskólinn í Tiibingen (í Wiirtemberg) sina
400 ára júbilhátíð dagana 9—10 ágúst, og var þar saman
komið mikið mannval ágætustu fræðimanna frá háskólunum á
þýzkalandi og öðrum löndum1. Fyrsta daginn fór hátíðin fram
í hátíðasalnum, og voru þau þar við Karl konungur og drottn-
ing hans, og lijelt kouungurinn inngangsræðu hútíðarinnar.
Hann minntist fyrst á stofnanda háskólans, forföður siun,
Eberhard hertoga (im Bart) og- aðra höfðingja landsins, er
síðan hefðu eflt háskólann og styrkt hann til vegs og lofsam-
legra framkvæmda. Siðan gat hann ýmissa skörunga, sem hjer
hefðu kennt eða verið að námi, t. d. Keplers, Schellings, Hegels,,
Uhlands og fl., og hefðu áunnið bæði háskólanum og Svafa-
fólkinu þann heiður, sem æ mundi uppi. Síðan kvaddi rektor
háskólans (Weizsttcker prófessor) gestina, og þeir fluttu sín
kveðju erindi og heillaóskir. Litlu síðar var gengið í prósessiu
til „stiptskirkjunnar", og að loknum „Hallelújasöngnum11 eptir
Httndel, rakti rektor háskólans alla hans sögu í snjöllu erindi,
og sýndi fram á, hvert hlutverk hans’ yrði að vera á þessum
tímum. Daginn á eptir stóð aptur hátíðarhaldið í háskólasalnum
og voru þeim þá nafnbætur gefnar, sem ætlaðar voru. þar á
‘) Af einhverju vangáti eða misföruin kom boðið svo seint til háskólans
í Kaupmannahöfn, að háskólaráðið þóttist ekki geta komið því við,
að senda neinn fyrir hans hönd til hátíðarinnar.