Skírnir - 01.01.1878, Síða 120
120
ÞÝZKALAND.
forræði og komst úr ríkjatölu, og í útlegBinni sýndi það honum
mörg tryggíarmcrki, einkum eSalmannastjettin, en alla tók
sárt tii, að hinn biindi konungur þeirra skyldi rata í þessar
raunir. Fastlyndi hans var sama og á8ur hafSi veriS, og ávallt
vísaBi hann harSlega aptur allri málaleitan af Prússa hálfu aS
afsala sjer ríkinu, og var það þó í bogum, aS fá allt það fje
sem þeir höfSu upp teki0 fyrir honum (18 millfonir prússn.
dala). Georg konungur var ekki blindur borinn, en tók snemma
þá augnveiki, að hann missti sjónina með öllu.
þegar hjer var komið sögu vorri, voru erindrekar stór-
veldanna komnir á sáttafundinn í Berlín (13. júni). Af stór-
veldanna bálfu taka þessir menn þátt í umræSunum. Fyrir
hönd Austurríkis Andrassy kanselleri, Karolyi (sendiboSinn í
Berlín), og Haymerle barón (sendiboBinn í Rómaborg); fyrir
hönd Frakklands: Waddington, ráSherra utanríkismálanna,
de St. Yallier greifi (sendi&erra Frakka í Berlin) og Deprez
forstjóri í utanríkisstjórninni; fyrir hönd Engiands: Beaconsfield
'jarl, Salisburý greifi og Odo Russel lávarSur (sendiberra Breta
í Berlin); fyrir hönd Rússlands: Gortsjakoff kanselleri, Sjúvaloff
greifi og Oubril barón (sendibodi Rússa í Berlin); fyrir hönd
Ítalíu tveir: Corti greifi, ráSherra utanríkismálanna og Launay
greifi (sendiboSinn i Berlín); og frá MiklagarSi þeir er svo
heita: Karatheodory (grískur maSur í stjórn Soldáns), Sadullali
(,,bey“) og hershöfSinginn Mehemed Ali pasja. Til Berlinar
fóru líka erindrekar frá Rúmeníu, Serbíu og Grikklandi, en
þegar þetta var skrifaS, hafSi þeim ekki veriS hleypt aS fund-
unum; þp var taiaS, aS erindrekar Grikkja mundu fá inn-
gönguieyfi og mega bera upp kröfur sínar, en án atkvæSarjettar.
Eins og sjálfsagt þótti, var Bismarck kosinn forseti fundarins.
Hjer eru þá málin komín í gerS, og í henni sitja svo miklir
skörungar, aS vonir eru til, aS þau snúist til betra vegar, en
frá því skal síSar sagt, sem gerist til úrslita.