Skírnir - 01.01.1878, Síða 133
TYRKJAVELDI.
133
geti varizt þeira fjöndum er a<5 utan sækja, ef riki þeirra á að
standa, heldur hinu miklu fremur, að þeir geti bætt meinin og
annmarkana innanríkis. Til jpess vildu stórveldin stíla þeim lög
og fyrirsagnir í fyrra á fundinum í Miklagarði, og mun aptur
til þeirra mála tekið, og eigi ólíklegt, að harðara verði að
þeim kostunum haldið, og ríkisforræði soldáns nær gengið, enn
til þessa hefir átt sjer stað. Annað er líka bágt að skilja, enn
að þetta verði bæði Tyrkjum sjálfum fyrir beztu og þeim öll-
um, sem soldáns valdi lúta, þegar litið er á allt það stjórnar-
brjál, flokkadrátt og ráðleysi, sem svo mjög hefir borið á síðustu
árin, eða á hitt, hverir vandræðagripir flestir þeirra manna
hafa orðið, sem völd hafa tekið í Miklagarði á þessari öld, þó
mestu muni um þrjá ena síðustu. Sem í fyrra er getið fann
Midhat pasja það snjallræði að búa til stjórnarskipun á Európu-
manna visu raeð löggjafarþingi og ráðherra ábyrgð. þingstjórn
í Miklagarði, soldán í þíngböndum! Fæstir bjuggust hjer við
meiru, enn úr rættist. Framan af bjuggu Tyrkir til fegurstu
sögur af þingi sínu, og þingtíðindin voru full af lofi og smjað-
urræðum kristinna manna um tyrknesku bræðurna og um föður-
stjórn soldáns, en hitt var bágt að uppgötva, hvað þingið rjeði
til lagabóta eða rikinu í þarfir. það mundi og til lítils hafa
komið, að þingið hefði samþykkt önnur nýmæli enn þau, sem
gæðingum soldáns fjellu í geð, því þegar þingmenn tóku að
hreifa við fjárhag og stórvandræðum ríkisins, botnlausum skuldum,
óhófi hirðarinnar eða dugleysi þeirra, sem rjeðu mestu hjá
soldáni, þá var skjótt sett niðrí við þá, og þinglokin urðu þau,
að þeim var visað á burt og heim tii sín harðri hendi.
að það verði vart með orðura skýrt, hverjura ókjörum það hlýtur
að sæta, eða hvert ofdramb og fyrirlitning því er sýnd af hálfu
tyrkneskra embættismanna. þegar kristinn raaður deyr, verður að
sækja um greptrunarleyfi. Svo látandi var eitt leyfisbrjefið sem
fundizt hefir frá 1855, gefið af Kadí (einskona rdómara) eins bæjar
(og því voru samhljóðaönnur brjef): „Hjer með vottum vjer prestin-
um við Maríukirkjuna til vitundar, að hann Saideh, dauðýfiið
óhreina, rotna og fúla, er farinn í dag til helvítis, og að hann má
verða falinn i moldu. Undir vort signet“, og svo frv.