Skírnir - 01.01.1878, Síða 166
166
ASÍA.
manna hætti, enda verSur miklu greiSara me8 hvorumtveggju
um hjúskaparsamband, enn meS Evrópumönnum og öSrum Sin-
búa. J>að eru ekki fáir foringjar á flotum frá Ameríku og Ev-
rópa, sem sækja sjer kvonfang til Japans, um hina ekki ab
tala, er þar verBa ílendir og búfastir. í fyrra gekk fö8ur-
hróíir Japanskeisara — en hann er nú á þýzkalandi, og fyrir-
li8i (a8 nafnbót?) í riddaraher Prússa, aí) eiga þýzka barónsekkju.
í fyrra sumar (í ágúst) kom til Lundúna hi8 fyrsta farma-
skip frá Japan, og tók 1600 tunnulestir. Öll skipshöfnin var
þaían. Skipið haf8i siglt um GóSrarvonarhöfða og verií 141
dag á leiÖinni. í vor kom til Evrópu fyrsta herskip Japans-
manna (korfetta), og voru þar allir fyrirliðar af innbornu kyni.
Almeiinari tíðindi.
Af ferðum Stanieys í Afríku (eptir þorvald Thoroddsen).
SíSan Livingstone ljezt, hefur enginn eins hraustlega unniö
a8 því a8 kanna upplönd Afríku sem Henry Stanley. þess
var fyrr getið í Skírni 1876, a8 hann var gjör8ur út af tveim
blaSamönnum, ritstjórunum fyrir „New York Heraldu og „Daily
Newsu, til þess a8 fullkomna rannsóknir Livingstone’s í Mi8-
afríku og rá8a gátur þær, er þar voru enn óleystar. Ritstjórar
þessir höf8u fengiS honum miki8 fje til forráSa og Ijetu þa3 á
hans valdi, hvernig hann hagaBi ferSinni. Hann fór frá Zanzi-
bar upp i hin ókunnu lönd í oktobermánu8i 1874 me8 356
svertingja alls, vel a8 vopnum búna; stefndi hann svo upp til
hins mikla vatns, er kallast Ukerewe e3a Yictoria N’Yanza og
haf8i hát me8fer8is til a3 sigla á vatninu. J>ar höf8u ymsir
fer3amenn veri3 á8ur, svosem Speke, Grant og Burton, sá er
kom til Islands 1873, en þeim haf8i eigi tekizt vel landaleitin
sökum torfæra, ills loptslags og skrælingjaskapar þarlendra
manna. — Framan af lá lei8 Stanley’s ýmist yfir flatneskjur
vatnslausar og þurrar, e8a yfir sökkvandi fen og foræSi og