Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 4

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 4
4 Halldór Hermannsson austur með norðurströnd meginlandsins og átti þar að hafa aðalbækistöðu við Herschelseyju. En Vilhjálmi þótti nokkuð óvíst, að skipið kæmist svo langt austur með ströndinni það sumar, því að ísar voru miklir um þær mundir þar norður frá, enda hefði hann haft lítið að starfa sem mannfræðingur allan þann tíma, sem skipið var að komast þangað sem ferðinni var heitið. Fór hann því fram á það að fá að fara einn síns liðs landveg eða öllu heldur fljótaveg norður eftir og hitta fjelaga sína þar. Fjellust foringjar fararinnar á þetta, og fór svo Vil- hjálmur með bátum norður eftir fljótunum sumarið 1906 og komst loks í Mackenziedeltuna, þar sem hann ætlaði að gera rannsóknir á Eskimóum. Og nú rættist það, sem hann hafði hálfpartinn búist við, að skip leiðangurs- ins komst ekki eins langt austur eftir og ætlast var til, og náði hann ekki að sameinast fjelögum sínum, en á skip- inu var þó allur útbúningur hans undir vetrardvölina þar norðurfrá. Stóð hann nú uppi aleinn þarna norður í heimskautslöndum í vetrarbyrjun klæddur þunnum sumar- fötum, og af öðrum útbúningi hafði hann einungis ljós- myndavjel, nokkrar skrifbækur, skammbyssu og hjerumbil 200 byssuhleðslur. Og var eiginlega ekki glæsilegt að horfa í móti vetri svo útbúinn. En hann ljet ekki hug- fallast og tók það til ráðs að leita til Eskimóanna og lifa eins og þeir bæði til klæða og fæðu. Bar þetta tiltæki hans hinn besta árangur, því að ekkert gat verið betra fyrir mannfræðing, sem vildi kynnast Eskimóunum, en að lifa þannig hjá þeim alveg eins og hann væri einn at þeim. Leið honum vel um veturinn (1906—07), fræddist mikið um líf þeirra og háttu, lærði mikið í máli þeirra, og vann hylli þeirra, traust og vináttu. Seinna komst hann í samband við ferðafjelaga'sína, og eftir 18 mánaða dvöl þar nyrðra, hjelt hann suður aftur á sama hátt og hann hafði farið norður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.