Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 64
Sigfús Blöndal
6 \
son.1) Eitt leiddi af stríðinu fyrir stúdenta, að þeir fóru þá
alraent úr þessu að ganga vopnaðir. Var aðalsmönnum og
þjónum þeirra meinilla við þetta, því áður hafði stúdentum
verið það bannað. Meðan ríkisdagurinn 1660 stóð yfir, var
slagur milli stúdenta og aðalsmannaþjóna í Store Kannike-
stræde, og einn af Garðbúum særðist til ólífis og dó rjett á
eftir. Ríkishofmeistarinn skipaði nú rektcr háskólans að end-
urnýja hið gamla bann gegn vopnaburði, og var skjali um
það slegið upp. Stúdentar svöruðu með því að slá upp öðru
skjali og sögðust alls ekki mundu leggja niður vopn þau, sem
þeir með heiðri og sóma hefðu borið gegn óvinum konungs,
og gæti sjálfur konungur best um það vottað. Konungur
skarst nú í málið, leyfði stúdentum að bera vopn framvegis,
en bannaði hinsvegar þjónum aðalsmanna að gera það. í’ó
voru síðar gerðar ýmsar tilraunir til að afnema eða takmarka
vopnaburð stúdenta, en ekki tjáði. Varð það nú algengt, að
stúdentar fengju tilsögn í skilmingum, og einvígi fyrir utan
borgarhliðin urðu mjög tíð, sumpart milli stúdenta innbyrðis,
sumpart við herforingja og aðalsþjóna. Einkum var tíðrætt
um mikinn slag milli Garðbúa og aðalsþjóna 8. mars 1696
i Stóra Kanúkastræti. Voru allar rúður í gluggum Garðs
brotnar. Stúdentar rifu upp múrsteinana úr gólfunum á her-
bergjum sínum og grýttu á óvinina, en þeir sendu aftur.
Margir voru særðir, en ekki er talað um manndráp. Þessi
s'agur varð til þess að skerpt var á aganum við stúdenta
Getið er um stóra slagi 1718 og 1719 við herforingjaefni, og
áttu ýmsir upptökin.
Það er enginn vafi á því að stúdentastjettin eftir 1660
fer að vaxa mikið í almenningsálitinu, og breytingin á stjórn-
arfarinu, einveldið sem studdist við borgarastjettina, stuðlaði
óbeinltnis að því. Borgarasynirnir fóru að komast íram í
stöður, sem áður höfðu venjulegast verið sjerhlunnindi aðals-
manna. En eins og áður hefur verið getið um, rýrnaði hag-
ur kommúnítetsins stórum við stríðið, og komst í miklar
óreiður. Var loksins gefin út ný stofnskrá 23. júní 1683, og
þá reynt að sníða stakk eftir vexti.
Árið 1711 gekk drepsótt mikil í Kaupmannahöfn. Var
manndauðinn svo mikill að oft var erfitt að fá menn til að
bera líkin til grafar. í’á var það að 1 2 stúdentar buðust til
að taka þetta á hendur, vegna þess að föstu líkburðar-
mennirnir kunnu því ílla að láta einangra sig ef þeir höfðu
*) Espólíns Árb. VII. deild, bls. 23.