Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 133
33
Fimm smárit um Grænland og ísland i
riti sínu, að Norðmenn eigi engan rjett til Grænlands, þess
hluta landsins, sem þá hafi verið kunnur og bygður sje;
rjettur þeirra geti að eins náð til þess hluta landsins, sem
ókunnur hafi verið og enginn hafi átt fyrir 1921 og þar sem
Norðmenn hafi stundað veiðar. — Margir Norðmenn hafa reiðst
Koht fyrir þetta, þótt þeir viti hann segi satt. — En eftir því
sem Fridtjof Nansen hefur ritað (í »Politiken« 23. febr. 1924
og í norskum blöðum), er það að eins sá hluti á austur-
ströndinni, sem er fyrir norðan 69. gráðu og nær norður und-
ir 76. eða í niesta lagi norður undir 77. gr., og komu Norð-
menn þangað fyrst 1889 á selveiðaskipi, er hjet Hekla. Þenn-
an hluta af austurströnd Grænlands fundu Englendingar fyrir
langa löngu og stunduðu þar lengi hvalaveiðar. Á þessu svæði
rannsökuðu Þjóðverjar Franz Jósefs fjörð 1867 — 70 og gerðu
uppdrátt af honum; Danir rannsökuðu og gerðu uppdrátt af
Scoresbysundi og Svíar af Konungs Oscars firði Alla austur-
ströndina fyrir sunnan 69. gr. hafa Danir rannsakað og gert
uppdrátt af; þar á ströndinni, í Angmagssalik og víðar á móts
við ísland, búa um 600 manna af ætt Eskimóa og er sá
hluti Grænlands fósturjörð þeirra. Fyrir norðan 77. gráðu
og alla leið norður úr, Grænland á enda, hafa Danir rann-
sakað og gert uppdrátt af. l-’ykir Fridtjof Nansen landar sínir
miklir öfgamenn í máli þessu og gera miklu meira úr ágóða
þeim, sem þeir hafa af veiðunum á Grænlandi, en rjett er;
segir hann að sanngjarnt sje þó, að þeir megi veiða þar
frnmvegis, — og mun enginn banna þeim það, — en að
öðru leyti eigi þeir engan rjett til Grænlands; et það hverju
orði sannara.
Vjer íslendingar yrðum illa staddir með fósturjörð vora
og sjálfstæði, ef hver þjóð, sem stundar fiskiveiðar við ísland,
ætti sökum þess að fá eignarrjett til landsins.
f’að oýr eflaust á bak við þetta hjá sumum þeim
Norðmönnum, sem svæsnastir eru í máli þessu, að þeir
vilja ná Færeyjum, Islandi og Grænlandi undir Noreg þótt
ísland hafi nú verið fullvalda ríki ( nærri 6 ár, þá tnla
þeir enn svo urn það, sem það sje ósjálfstætt, og að þeir
vilji, að landið verði sjálfstætt og þjóðin sjálfstæð þjóð, og
þeir vilji styðja að því. í’eir ráða til þess að íslendingar slíti
konungssambandinu við Dani, og þykjast gera það af einíómri
góðvild til íslands. En síðan ætla þeir sjer að koma á sam-
bandi milli íslands og Noregs, og vilja þá surnir þeirra að
Norðmenn drotni yfir íslandi. Einn af þeim mönnum, sem
hefur lengi langað til að ná íslandi undir Noreg eða ( sam-