Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 143
Bókafregnir
43
sjeu fornnorskar; ríkismálsmennirnir aftur á móti lofa sögum
vorum að halda sínu rjetta nafni
N. M. Petersen, Islændernes Færd hjemme og
ude. Hin víðfræga þýðing N. M. Petersens á íslendinga sög-
um er nú að koma út í fjórða sinn, endurskoðuð af þeim
Verner Dahlerup og Finni Jónssyni og vísurnar af Olaf Hansen
skáldi.
Einar Kvaran, Sögur Rannveigar I, kom út í haust í
Kmhöfn (Aschehoug) í danskri þýðingu eftir dr. Valtý Guð-
mundsson, og hefur fengið góðar viðtökur f ýmsum blöðum
í Danmörku; þó segja sum blöðin að þýðingin sje dálítið
þunglamaleg. í Noregi hefur aftur á nióti lítið selst af bók
þessari, enda kaupa Norðmenn lftið af bókum um ídand að
sögn 1 ókaverslunarinnar.
Vald. Vede], Renæssancens Frembrud, Kmh. 1922,
235 bls Verð 10,50. — Höjrenæssancen syd og nord for
Alperne, Kmh. 1923, 223 bls. Verð 10,50. Báðar eru bæk
ur þessar með þjettu letri.
Prófessor Vedel kennir almenna bókmentasögu við há-
skólann í Kmhöfn og er eflaust einhver hinn víðlesnasti og
fjölfróðasti maður, sem nú er uppi á Norðurlöndum, í al-
mennum bókmentum. Hann hefur meðal annars ritað fjögur
bindi um menningu og bókmentir á miðöldunum, og eru
bækur þessar um endurlifnunaröldina framhald af þeim.
Hann hefur frásögu sína á Dante og endar seinna bindið á
miðri 16. öld. Hann kemur mjög víða við. Hann ritar
fjörlega, en þó eigi svo Ijett, að þeir hafi fult gagn af ritum
hans, sem hafa eigi lesið töluvert í sögu áður
Toralf Berntsen, Fra sagn til saga. Kria. 1923 (Gylden-
dal) 259 bls Verð 9,50.
Höfundurinn er ungur norskur vísindamaður og bók hans
rannsókn um Noregskonunga sögur. Hann minnist fyrst á það,
hvað ritað liafi verið um það málefni og liarmar það, að Is-
lendingur, Finnur Jónsson, en ekki Norðmaður, skuli hafa rit-
að aðalritið um fornar norskar og íslenskar bókmentir. Má af
því skilja nokkuð, hvernig hann er innanbrjósts. Bók hans
tniðar að því að sýna, að í Noregi hafi lifað sögulist og þar
hafi sprottið upp sögurit af innlendum erfikenningum. Norð-
menn hafi ritað nokkrar konunga óg jarla sögur, sem nú eru
týndar. Má þ„ð undarlegt heita, ef það er rjett, sem hann
ætlar, að frjósöm sagnalist hafi verið í Noregi allar miðald-
irnar, og alt skyldi þá týnast, sem Norðmenn hafa ritað