Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 7
Frá
Hallgrími biskupi Sveinssyni.
Eplir
Jens Pálsson.
a. Frá uppvaxtar- og skólaárunum.
Hxxllgrímur Sveinsson fæddist í þenna heim 5. dag
aprílmánaðar 1841 að Blöndudalshólum í Svartárdal
í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru : séra Sveinn
Nielsson*, er þar var þá prestur, en síðar að Staðar-
bakka og síðan á Staðarstað (Stað á Ölduhrygg) og
prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi, og síðari kona
hans Guðrún Jónsdóttir.**
* Séra Sveinn prófastur var af bændafólki í Dalasýslu, sonur Nielsar
bónda á Kleifum í Gilsfiröi, Sveinssonar bónda á Kleifum Sturlaugssonar,
Sigmundssonar á Ivollstöðum í Náhlið i Dölum. Séra Sveinn var gáfu-
maður mikill og lairður vel; einkum var latinulærdómi lians viðbrugðið.
Manna beKt kendi liann piltum undir skóla, einkum latínu. Kennimað-
ur pótti hann mjög góður. Vitsmunamaður var liann mikill, liagyrðing-
ur góður og hagleiksmaður mikill á smiðar; þrekvaxinn var hann vel og
karlmcnni að burðum; í andliti var liann stórskorinn, en jafnframt fyr-
irmannlegur og gáfulegur; ennisliár var liann og brúnaþungur og augna-
Íráðið skarpt og fast. Ilann var fulltrúi Húnvetninga á þjóðfundinum
^851. Ekki veit ég annað prentað eftir liann en Prestatal og prófasta á
Islandi, gefið út al’ Hinu islenzka Bókmentafélagi 1809.
Bróðir séra Svcins var Daði Níelsson, er varð naliikunnur fra^ðimað-
ur og alment er nefndur »Daði fróði«. Atti liann síðast lieiina á Akur-
'eyri en varð úti á-bókasöluferð á Skagaströnd 1857, en var fæddur 1809.
Aðalrit hans erut »A‘'fisögur presta i Skálholtsstiíti« og »Andvaka«. Eigi
liafa rit lians enn verið prentuð.
Guðrún, móðir Hallgríms biskups og síðari kona séra Sveins, var
Jónsdóttir prófasts i Steinnesi, Péturssonar hreppstjóra á Einarsstöðum í
Reykjadal, Sigurðssonar lögréttumanns á Varðgjá. Móðir Péturs Sig-
urðssonar á Einarsstöðum var Sigríður Porláksdóttir frá Grýtubakka,
Benediktssouar klausturlialdara á Möðruvöllum, Pálssonar sýslumanns á
Pingeyrum, Guðbrandssonar biskups á Hólum Porlákssonar. Var liall-
grimur bískup þvi 8. maður frá Guðbrandi biskupi. — En kona Jóns
prófasts Péturssonar i Steinnesi, og móðir Guðrúnar, móður Hallgrims
biskups, var Elísabet Björnsdóttir prests i Bólstaðalilið, Jónssonar ráðs-
manns Ilólastóls, Árnasonar í Ðólstaðahlið, Porsteinssonar, sýsluinanns í
Bólstaðahlíð, Benediktssonar lögréttumanns i Bólstaðalilið, Björnssonar,
Magnússonar. Björnssonar prests og oflicialis á Melstað, Jónssonar bisk-
ups Arasonar. Frá Jóni biskupi Arasvni var Hallgrimur biskup þvi 11.
maður.
Meðal móðursystkina Hallgrims biskups voru: Halldór prófastur á
Ilofi, Jón prófastur i Steinnesi. Björn prestur i Biskupstungum og siðar
i Stokkseyrarprestakalli, Ólafur dbrm. á Sveinsstöðum, Ingibjörg kona
Stefáns prófasts Porvaldssonar í Stafliolti, Elisabet síðari kona Böðvars
prófasts Porvaldssonar á Melstað, Sigurbjörg kona Porláks prests Stefáns-
sonar á Undirfelli og Pórunn kona Pórarins prófasts Böðvarssonar í
Görðum.
Pessi ættfærsla foreldra Hallgrims biskups er skráð að forsögn hins
ættfróða Hannesar kand. Porsteinssonar alþingismanns.