Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 185
fram aö siðaskiptum.
163
stöðum. Slíku munu þó engir halda fram, og eflaust
ekki Berlin sjálfur. En þar með er líka rökfærsla
hans öll fallin um sjálfa sig. Hann hefir einmitt
bygt á því, sem hann átti fyrst að sanna — petitio
principii. Það má líka tilfæra svo mýmörg dæmi úr
síðari dönskum eða norskum lögum, er liafa verið
lögskipuð til eftirbreytni á íslandi, þar sem orð, sem
miðuð eru við norska eða danska staðháttu, verður
hér að laga eftir íslenzkum kringumstæðum.1) Allir
játa það, að lög eins lands beri að skýra og skoða í
samræmi við réttarástand það, sem er í því landi,
þar sem þau eiga að gilda. Hitt er annað mál, að
heimild laganna getur liaft þýðingu til leiðbeiningar,
þegar þau á að skýra. Nú er það margsannað áður,
hverja þjrðingu öldungis sömu orð höfðu í íslenzku
máli um það leyti, sem Jónsbók varð til og í lög
leidd.2) Hví skyldi þá vera ástæða til að skýra þgfb.
4 og 9 alt öðruvísi en sömu orð á öðrum slöðum?
Það týr ekki að vísa lil þess, að orðin »vitrir menn«
á þessum stöðum hljóti að tákna ráðið norska, af
því að þau standi í sambandi við vald konungs. Jb.
Mh. 1, talar líka um, að konungur gefi mannsbana
landsvist með bænarstað höfðingja eða annara góðra
manna, því áð þótt NL. IV—1 hafi sama, og að
»höfðingja eða annara góðra manna« ef til vill tákni
þar ráðið norska —sem alls eigi þarf þó að vera —
1) Sbr. t. d. DL. 5—3—28 og tilsk. 24. april 1833, 3. gr.,
kgsbr. 2. mai 1732 o. fl. lög, sem lögleiða heila kafla úr norsk-
um eða dönskum lögum. 2) Auk þeirra kapitula Jb, sem
nefndir voru á bls. 162, 3. nmgr., má nefna marga aðra staði í
Jónsbók, þar som orðin ))skynsaníir«, »góðir« menn, (dómsj-
))menn« standa í alíslenzkri merkingu, sjá t„ d. Þgfb. 2, Þegnsk.
3, Mh. 2, 3. 14, 15, 17, 18, 21, Kvg. 14, 29, 30, Lbb. 3, 4, 5, 6,
9, 12, Llb. 12, 13, 18, 26, 30. 34, 52, 66, 67, 71, Kb. 11, 12, 16,
25, Þjfb. 13, 16, 21.
n*