Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 44
22
ísland gagnvart öðrum rikjum
til þess að lialda einn uppi gjaldinu fyrir eyjamenn,
en eignasl í mót óðul þeirra öll. Tóku bændur þann
kost. Áttu jarlar þar síðan óðul öll, þar til Sigurður
jarl Hlöðvisson sá, er féll í Brjánsbardaga 1014, gaf
þeim aptur óðul sín til liðveizlu við sig gegn Finn-
leiki Skolajarli fyrir orustuna á Skíðamýri.1) En
Ólafur konungur digri sagði svo, þcgar Brúsi jarl
Sigurðarson leitaði styrks til lians um það að ná ríki
í Orkneyjum, að Haraldur binn hárfagri hefði eign-
azt óðul öll í Orkneyjum, »en jarlar bafa síðan haft
í lén, en aldri at eign«. Og síðan gáfu þeir Brúsi
og Þorfmnur jarl upp ríki sitt Ólafl konungi og tóku
eyjarnar að léni af honum nær 1023.2) Slíkt bið
sama höfðu jarlar eyjarnar að léni um daga Magn-
úsar konungs góða Ólafssonar.3) Og svo hefir að
vísu staðið fram í tíð Rögnvalds jarls Ivolssonar
(1136), en þá keyptu bændur óðulin.4 5) Um þetta
efni mun þó lítt hafa staðið á steini6) og farið með
ýmsum liætti, því að á dögum Sverris konungs og
Haralds jarls Maddaðarsonar Ararð það að sætt, að
allar landskjddir og sakeyrir af Orkneyjum skyldi
hverfa undir Noregskonung, og stóð svo, meðan
Sverrir konungur lifði (til 1202), en þá lagði Har-
aldur jarl Orkneyjar og Hjaltland undir sig af nýju
með öllum sköttum og skyldum, og stóð svo um
hans daga (d. 1206). Hinsvegar gerðust þeir Jón og
Davíð, synir hans, jarlar Noregskonunga yíir Orkn-
eyjum og Hjaltlandi (1214).°)
1) Icel. Sagas, I, 10, 14—15.
2) Icel. Sagas, I, 22—28.
3) Saraa rit, I, 38—39, 44--46.
4) Sama rit, I, 132.
5) Sbr. Icel. Sagas, I, 181, 185—186.
6) Fms., IX, 193—195, sbr. Icel. Sagas, I, 222.