Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 46
24
ísland gagnvart öðrum ríkjum
órðsendingunni, »at hann vill hafa skatt af Fær-
eyjum, ok þat með, at Fœreyingar skyldu hafa þan
lög, sem Olafr konungr setti þeim«. Eyjamenn gátu
varla verið mjög fúsir að ganga að þessum afar-
kostum, en svo höfðu þeir nú geingið herfile'ga i
gildru konungs, og svo fast sótti nú konungur á hér
um, að þeir sáu sér ekki annað fært en lála að vilja
hans, og »gengu þeir til lianda konungi ok gerðust
hans hirðmenn Leifr, Gilli ok Þórálfr, en allir þeir
Færeyingar veittu svardaga Ólafi konungi til þess at
halda þau lög í Fœreyjum ok þann rétt, er hann setti
þeim, ok skattgildi þat, er hann kvað d«.V
Konungur hafði hér náð liættulegu taki á Fær-
eyingum, þótt ekki væri spurt að, hvort alferlið væri
sem sæmilegast eða lögfylst. Víkingar og yfirgangs-
menn spyrja ekki að lögum. Færeyingar lilutu að
skoða framferð konungs sem undirferli og svik og
lofun sína um htyðni og skattgjald sem nauðung
eina, enda galzt konungi einginn skattur að svo
gjörvu, og menn þeir og skip þau, er konungur
sendi þangað að reka erindi sín, komu aldrei fram.
Var það mest kent Þrándi í Götu, sem hæði hefir
verið maður þjóðrækinn og drottnunargjarn, svo og
frændum hans. Stóð svo um hans daga síðan og
fram í tíð Magnúsar konungs Ölafssonar, að Norð-
mannakonungur náði eingri þegnskyldu af Færey-
ingum. En þegar Þrándar misti við 1035, þá var
lokið frelsi Færeyinga. Gerðist þá Leifur Özurarson
einráður yfir Færeyjum og tók þær í lén af Noregs-
1) Flateyjarbók II, 241 -242; Fms. IV, 2S4—286; Hkr.
(Ungers útg.) bls. 372—373; Olafs saga helga, Chria 1853, bls.
127—128.