Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 230
208
Konsúlar og erindrekar.
tylft alíslenzkra kaupmanna og kaupmannsígilda bú-
sett í Kaupmannahöfn. Þetta er afar-eðlilegt. Þeir
renna eptir þeim farvegi, sem mentun þeirra, venja
feðranna og lcaupskapur þeirra þar af leiðandi hefur
rult. Þeir hafa allir danska verzlunarmentun. Þeir
liafa allir stórverzlun eða forstöðu þeirra hjer á landi.
Ef þessir menn hefðu framast annarstaðar í æsku
en í Danmörku, mundu þeir eigi allir á efri árum
liafa tekið sjer bólfestu þar. En þó væru þeir kaup-
menn. En nú kunna einhverir að segja: Ef þeir
eru ekki búsettir á íslandi, gildir einu fýrir oss livar
þeir hafasl við. En þetta er rangt. Því að menn
mega ekki vjefenga það, að íslendingar geta starfað
fyrir þjóð sína, þótt ekki sjeu þeir búsettir heima.
Mentamenn íslenzkir, sem hafa verið búsettir utan
íslands og Danmerkur, liafa ekki verið þjóð vorri ó-
þarfir. Kaupmenn íslenzkir, þólt búsettir væru utan-
ríkis, mundu geta unnið íslandi stórmikið gagn. Þeir
mundu nema nýtt land fyrir ísland, ryðja verzlun-
inni nýjar brautir, íinna nýja markaði, en vera sjálf-
kjörnir til varðveizlu allra íslenzkra hagsmuna á
slaðnum. Markmið íslenzkra manna í útlöndum á
að vera þetta: um leið og þeir vinna fyrir sjálfa sig að
beina arðinunl af vinnu sinni heim til Islands. Þeir eiga
að vera útverðir íslands. Þeir þyrftu að vera sem víðast
og alslaðar þar sem íslendingar þurfa að lenda skipi
sínu. Það væri betur, að þeir 12 væru dreifðir víðara um.
Alþingi ætti að vera það ljúft að láta eitthvert
fje al' hendi rakna lil styrktar þeim mönnum, sem
líklegir eru til reksturs vorra mála utanríkis. En það
liggur beinast við að styðja þá menn, sem á ein-
hvern liátt geta rutt verzlun vorri nýjar brautir. Það
væri tvent unnið við það. Fyrst og fremst fengjum
vjer alhliða mentaða og víðsýna verzlunarmenn* og
um leið uppeldust þeir til að verða verzlunarerind-
relcar og konsúlar, ef síðar þyrfti til að taka. Þótt þeir,
er styrktir væru, tækju sjer ekki bólfestu allir á íslandi
síðar, þyrftu þeir ekki að vera glataðir fyrir því.
Þeir gætu komið að góðum notum við tækifæri, þó
að þeir staðfeslust á þeim stað, er þeir eru sendir til.