Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 209
Ivonsúlar og erindrekar. 187
starf þeirra, og vegna þessa njóta þeir margra for-
rjetlinda í dvalarlandinu.
Á síðustu tímum hafa heyrst nokkrar raddir um
það, að þessir sendiherrar væru fremur til kostnaðar
en nytsemdar. Menn segja sem svo: Þeir umgang-
ast eptir gamalli venju að eins hoffólk og menn af
liæstu stjettum, og verja mestum tíma sínum í glysi
og glaumi meðal þessa lj'ðs, en sinna miður alvar-
legum störfum. Af þessu leiðir, að ríkismenn af
hærri stigum geta einir orðið valdir í slíkar stöður.
Af þessum ástæðum eru þeir ókunnugir með öllu
almenningi og atvinnumálum og öðru, er alla alþýðu
mestu skiptir. En skýrslur þeirra um ástandið í
dvalarlandinu, pólilik eða önnur mál hafa dagblöð
og símskeyti flutl löngu áður, og yfir höfuð eru sam-
göngur orðnar svo greiðar og viðskifti fjörug, að
fastir sendiherrar eru orðnir úreltir og þarflausir.
Jeg ætla ekki að fjölyrða um þessi atriði, en að
eins geta þess, að því fer svo ljarri, að sú skoðun
sje orðin ofan á, að fullvalda ríki megi án vera fastra
sendiherra. Allar þjóðir er öðlast hafa fullveldi á
síðuslu tímum, llýta sjer, sem mest má verða, að
senda fasta sendiboða til nágrannaþjóðanna, stórveld-
anna og þeirra þjóða annara, er þær hafa mest skipti
við. Þær þjóðir, sem komasl í ríkjatölu, vilja um-
framt allt láta vita af tilveru sinni og ekki standa
nágrönnunum, þótt eldri sjeu, á baki, að risnu og
metnaði. Ef eldri ríki tækju að kveðja heim fastar
sendisveitir sínar, gæti það orðið skarð í virðingu
þeirra, því að það yrði án efa talið sprottið af fjár-
skorti eða því að máttur ríkisins væri tekinn að
þverra. Hver þjóð hefur sín utanríkismál, og til þessa
dags er talið, að hennar sje hezt gætt með þessu móti.
Þó að eitthvert ríki fái viðurkenda hlutlej'sisstöðu
sína, eru fastir sendihoðar þvi engu að síður nauð-
synlegir, því að samningsmál verða að minsta kosti
ekki færri lijá hlutlausu ríki, en allan ágreining skal
þá jafna annað hvort með gerðadómi eða fara
sendiherraleiðina.
Dagblöð og símskeyti eru bæði ónóg og ekki