Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 69
fram aö siðaskiptum.
47
son í Fornbréfasafni og Munch í Noregssögu1), að hann
sé frá hér uni bil 1022. Og einginn hefir efazt um,
að skjal þetta sé samningur eða samningar milli
tveggja jafnrétthárra ríkja2), þar sem samningsaðil-
arnir eru Alþingi fyrir hönd íslendinga, en konungur
fyrir hönd Noregs. Telja menn ennframar, að kon-
ungur muni með samningi þessutn ekki hafi þózt
ná sér nógu vel niðri á íslendingum, og því hugsað
sér að færa sig betur upp á skaptið með áleitni sinni
á árunum 1024—1027, þó að það mistækist fyrir
viturleik og samheldi landsmanna; og konungur halði
ekkert annað upp úr áleitni sinni og ófyrirleitni við
lslendinga en það, að þeir trygðu sér rétt sinn gagn-
vart Noregskonungi og Norðmönnum með samningi
óetur en þeir höfðu nokkru sinni fyrri haft tækifæri
til að gera.
Samningur þessi er merkilegur og er liann elzta
^hjalið, sem enn hefir þýðingu um þjóðréttarstöðu
Islendinga, því að hann hefir ýtns þau atriði að
geyma, sem eru grundvöllur undir merkilegum á-
kvæðum í sáttmálum við Hákon konung gamla
(Gamla sáttmála), sem enn verður talið.
Það er bert að Ólafur konungur hefir ætlað sér
með íhlutun sinni um kristnihald og kirkjusiði á ís-
landi smátt og smátt að ná íslendingum undir veldi
sitt. Og þó að íslendingar þýddust þessa ihlutun
lians að nokkru, gat það ekki gelið honum neinn rélt
t^ð—197. — Grágás, Skálhólsbók, útg. af Vich. Finsen, Kbh.
1883 bls. 463—466. — ísl. Fornbréfasafn I. Nr. 16 og 21 A—B.
~ Alþingistíðindi 1909 A, Nr. 533, bls. 801—803.
1) I., 2, bls. 696.
2) Vilhjálmur Finsen, Grágás II, 185; Munch d. n. F.
Hist. I, 2, bls. 696. Sbr. Pál Bricm í Tímariti VI, 156.