Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 58
36
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Þá verður að telja herferð þá, er Haraldur Dana-
lconungur Gormsson hafði um 978--980 fyrirhugað til
íslands, með fyrirætlunum útlendra valdhafa til þess
að ná undir sig landinu, þó að liún yrði að eingu,
eins og fleiri slíkar tilraunir. Herför þessi álli svo
sem að vera stofnuð í liefnd fyrir níðkveðskap Is-
lendinga um Harald konung, og ekki þarf að spyrja
að því, ef herför þessi hefði verið farin, og konungur
liaft þar sigur, hvert hlutskipti hefði. orðið íslend-
inga. Efnin til þessa voru þau, að skip það braut í
Danmörku, er íslenzkir menn áltu, en Danir tóku alt
féð og kölluðu vogrek »at ólögum«; réð fyrir því
hryti konungs, er Birgir hét. En þá er konungur
vildi eigi rétta »rán« þetta, sem hann var þess beð-
inn, var það í lögum haft á íslandi, að yrkja skyldi
um Dana konung níðvísu fyrir nef hvert hér á landi.
Segir bæði Snorri Sturluson frá þessu í Heimskringlu1 2)
og enn er af því sagt í fornri bók af Jómsvíkinga-
sögu.-) Var Haraldur kominn til Noregs og tekinn
þar að brenna bygðir, því að óvinátta var þá með
honum og Hákoni jarli ríka á Hlöðum. Lá Har-
aldur með her manns í Sólundum. »I3á ætlaði Dana-
lconungr at sigla liði því til íslands, ok hefna níðs
þess, er allir íslendingar höfðu hann níddan. Þat
var í lögum liaft á íslandi, at yrkja skyldi um Dana-
konung níðvisu fyrir nef hvert, er á var landinu. En
sú var sök til þess, at skip þat, er íslenzkir menn
átlu, braut í Danmörk, en Danir tóku fé alt ok köll-
uðu vágrek, ok réð fyrir því bryti konungs, er Birgir
hét. Var níðit ort um þá báða. Þetta var í níðinu:
1) Ólafs saga Tryggvasonar k. 36—37.
2) Fornmamiasögur XI, 42—43; Jómsvíkingasaga (AM. 291.
41») útg. af Carl af Petorsens, Kh. 1882, bls. 35—36.