Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 103
fram að siðaskiptum.
81
að íslendingum um kristinrétt Árna biskups, segir
svo: »Fleiri hlnti hafði Magnús konungr skipat um
stjórn ríkisins á íslandi.1) Árið 1277 segir, þar sem
greint er efni bréfs Árna biskups til Magnúsar kon-
ungs: y>Par nœst (o: eftir að biskup hafði heilsað
konungi og þakkað honum gjaíir) var talat um for-
meitn ok ríkisstjórn á Íslandi(.<.2). Það er víst, að höf-
undur sögunnar liefur haft við liöndina bréf konungs
og biskups hvors til annars og á einhvern hátt hefir
hann líka komist yfir greint hréf Þorvarðar Þórar-
inssonar til konungs, enda ber sjálf sagan vitni þess,
að höfundurinn hefir haft aðgang að bréfum og skjölum
Árna biskups. Er það skiljanlegt, ef systursonur hans,
Árni Helgason, er síðar varð hiskup í Skálholli (1304
—1320), skyldi vera höfundur sögunnar, sem miklar
eru líkur til, eins og Guðbrandur Vigfússon heldur3).
En þótt höf. hefði ekki tekið þetta orðrétt úr bréf-
um, þá sýnir það þó skoðun lians á stöðu landsins,
og hann hefir verið merkur maður og sérstaklega
fróður um alt, sem snerti stjórn landsins og lög. Er
hans álit ijósasti vottur um skoðun mentaðra manna
á réttarstöðu landsins á þeim tímum. Þessir atburðir,
er hann segir frá gerðust þó á árunum 1276—1277,
meðan Járnsíða var lög í landinu. íslendingar skoð-
uðu þá ísland sjálfstætt land. Um afstöðu þess við
konung er ekkert sagt. Hans vald gat verið mikið
eða lítið, en um sjálfstæði landsins gagnvart Noregi
ci' ekkert sagt með því, hvernig samhands íslands
°g konungs þess var. í frásögninni um forspá Sveins
hiskups spaka (1466—1477), þar sem hann segir, að
Skálholt muni eyðast o. s. frv., enda verði landið þá
1) Bps. I, 702. 2) Bps. I, 707. 3). Sbr. Bps. I, formál-
ann, bls. LXXIX— LXXXI.
Andvnri XXXV. C