Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 16
X Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
hinn andlega gróður og liðsemd, er »Sameiningin«
hafði meðferðis. —
Veðri þótli því brugðið í »Vestrinu«, er bræðurnir
sömu — vestur-íslenzku prestarnir — tóku að láta ó-
sanngjarna og að mörgu leyti óréttláta áfellisdóma
um kirkju- og kenni-lýð íslands dynja í svæsnum
ádeilugreinum og ritum, eins og harða, kalda hagl-
storma inn yfir kirkjuakur íslands. — í greininni:
»Skyldur vorar við Island« 1 maiblaði »Sam.« 1889
fórust séra Fr. J. Bergmann svo orð: »Það, sem þjóð
vorri ríður lífið á nú sem stendur, er krítílc, dynjandi
miskunarlaus krílík með þrumum og eldingum yfir
allan hennar andlega vesaldóm«, og síðar í greininni
segir hann, að »Sam.« haíi þegar frá upphafi tekið
að sér kirkju- og kristindóms-mál þjóðarinnar; —
loks skorar hann á þá guðfræðinga íslands, sem ant
sé um kirkju og kristindóm þjóðarinnar, að rjúfa
nú þögnina og láta eitthvað til sín heyra. — A kirkju-
þinginu mánuði siðar kom hann svo í fyrirlestrinum
»Vor kirkjulegi arfur« fram með sína eigin »dynjandi
miskunarlausu krítík« yfir kirkju íslands, kennilýð
og kirkjustjórn. Par með var liafin liríð sú, að ís-
lenzku kirkjunni, sem fyrirhuguð liafði verið og boðuð
í »Sam.«-greininni.
Pá er liingað harst fyrirlesturinn, þótti hann
hvassastur, öfgamestur og fjarstur sanni allra ádeilu-
rita vestan um liaf í garð ísl. kirkjunnar. Hér um
Suðurland urðu prestar og söfnuðir honum reiðir.
Töldu hann og alt samkyns að vestan skaðræði lands-
kirkjunni, og vildu sumir láta biskup beitast fyrir,
að ritað væri á móti. En lítt tók Hallgr. biskup
undir það. Mundu öfgarnar íalla um sjálfar sig, en
hinu réttmæta í krítíkinni bezt svarað í verki með
því, að hæta brestina, glæða lífið í kirkjunni og burt-
rýma ásteytingarefnum. Þótti sumum þetta lílill
skörungsskapur at biskupi, en öðrum þótti vel og
viturlega ráðið, og þykjast ílestir sjá í því ráði vott
kirkjustjóra-vitsmuna lians, stillingar og réttdæmis.
Hallgr. biskup var íramfaramaður, og með ein-
lægum umbóta-áhuga gekk hann að biskupsstarfinu.
Yfir prestastefnunni tók að lifna, eftir það er