Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 76
54
ísland gagnvart öðrum rikjum
kom vestan með þrjá tigi manna, ok Þórðr son hans,
ok Órækja Snorrason, er eptir honum var sendr; ok
reið á þing ok Ijaldaði Valhallardilk. Sighvatr Sturlu-
son var til þings kominn norðan; ok áttust þeir fátt
við, bræðr, um þingit; ok lítt fóru menn millum
þeirra. Þinglausnardag reið Snorri til Lögbergs, sem
hann var vanr, áðr hann reið af þingi. Sighvatr var
at Lögbergi . . . «‘)
1229. »Þelta sumar fjölmentu allir höfðingjar
til þings, sem við komust«. Þá voru til þings komnir
Sighvatur Sturluson og Sturla son hans; Snorri Sturlu-
son, og hafði eigi færra en sjö hundruð (= 820)
manns. Þar var og Þórður Sturluson og Böðvar
sonur hans, og höfðu tvö hundruð (= 240) manna.
Þar voru og komnir Svínfellingar, Ormur og Þórar-
inn, og veittu Sighvati og Sturlu. Kolbeinn ungi var
og á þingi og var einn fjölmennastur annar cn Snorri.
Gizur Þorvaldsson var og kominn með mikið Ijöl-
menni, og vissi einginn hverjum hann ætlaði að veita.
Þar var og Þorvaldur faðir hans, og var beggja vin-
ur. Þá voru sóttir Hrafnssynir til sektar á Alþingi
fyrir brennu Þorvalds Vatnsíirðings (1228) og slikt
hið sama þeir Vatnsíirðingar Þorvaldssynir um Sauða-
fellsför, og voru þeir sóttir í fjórðungsdóm. Þá voru
hríðir um Alþingi. Þing þetta kalla annálar »þingil
fjölmennaa1 2).
1230. Þá var einnig Alþingi uppi, en ekki fjöl-
ment til þings. »Var lítil þingreið. Snorri reið eigi
1) Sturl. I, 279.
2) Sturl. I, 291—293. — ítesensannáll, Höyersannáll, Kon-
ungsannáll, Skálholtsaunáll, l'lateyjarannáll, Bisk. I, 548. Sbr.
Gottskálksannál.