Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 93
fram að siðaskiptum.
71
með þessu annaðhvort átt við hreppadóm,1) héraðs-
dóma, er sérstaklega mátti selja til að dæma mál gegn
útlendingum (»Austmönnum«)2) eða jafnvel fjórðung-
arþing,3) En hvort sem er, þá hefir þessa dóms verið
getið, af því að eitthvað hefir orðið sögulegt um hann,
þótt ekki sé það kunnugt nú. Auk þessa er það af-
artítt, að menn leggi mál sín í gerð, og yrði ollangt
að telja hér upp þau tilfelli. Sem dæmi þess að rétt-
armeðvitundin var enn vakandi i þjóðinni, má nefna
það, að 1244 kveðst Kolbeinn ungi eigi sleppa goð-
orðum þeim, er hanu liafði tekið heimildum á eptir
Sighvat Sturluson, fyrir dóma fram (o: fyrr en þau
'væri dæmd af lionuin (Sturl. II, 40). Árið 1238 erþess
getið, aðHjalti biskupsson hafi farið með her manns upp
á Alþingi og lileypt upp þinginu, og þótti það ódæmi.4)
Sýnir þetta, að ilestir menn hafa enn verið vanir að
virða hinar gömlu og föstu stofnanir lýðríkisins, enda
or ekki getið um slíkt atferli síðan og til 1262. Ann-
ors kom slíkt fyrir, að menn berðist á Alþingi á blóma
öld þjóðveldisins. Eru Jiess ýms dæmi bæði úr ís-
lendingasögum, annálum og Sturlungu fyrir 12206).
Það er, eptir þetta, óþarfi að eyða mörgum orð-
um að öllum staðhæfingum Berlins um sljórnleysið
ítér í landi á 13. öldinni. Hryðjuverk víg og brenn-
ui' voru framin við og við á öllum öldum þjóðveld-
]sins, og flestar sagnir eru einmitt af þess konar við-
burðum. Friðsemdarstarfa, svo sem lagasetningar og
íögskila, er sjaldan getið í samanburði við hin stór-
1) Sbr. Grágás I, b, 177, II, 2B5. 2) Sbr. Grágás I, b,
~°0, II, 263. 3) Sbr. Grágás II, 356. 4) Sbr. bls. 57.
b) Sbr. t. d. Njálu, k. 145, Sturl. I, 25, Kgsannáll 1120,
sœrður Haíliði Másson á Alþingi; 1149: Víg Markúss Marðarson-
ar á Alþingi, Kgsannáll; 1163, lögréttubardagi, Kgsannáll; 1196
Aauðsmál, bardagi á Alþingi, Sturl. I, 199, Kgsannáll, o. s. frv.