Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 13
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni. VII
'búa og flytja nær tveim hundruðum á ári, 60—70
stólræður og vafalaust um 100 tækifærisræður:
skriftaræður, hjónavígsluræður, líkræður og hús-
kveðjur. Hið árlega manntal var og mikið starf,
og svo húsvitjun, undirbúningur barna undir ferm-
ingu og heimaskírnirnar mörgu. Loks voru störfin í
sáttanefnd og öðrum nefndum, er liann átti sæti í.
Þá er hann var búinn að gegna dómkirkjuprests-
embættinu í 13 ár, var hann af stjórninni kvaddur
til hluttöku í löggjafarstarfi þjóðarinnar á Alþingi,
og skoraðist hann þá eigi undan þeirri málaleitun.
Varð hann svo fvrir konungskosningu, og átti sæli á
Alþingi 1885 sem konungkjörinn þingmaður. Tvö
þingin næstu á undan höfðu tekið endurskoðun
stjórnarskrárinnar til meðferðar, en í livorugt sinn
náði málið fram að ganga. Nú var þriðja atrennan
gerð og liorið fram frumvarp til endurskoðaðrar
stjórnarskrár (um jarl eða landstjóra og innlenda
stjórn). Gekk það nú greiðlega fram í neðri deild,
og þaðan til efri deildar; bjuggust nú fleslir við því,
að þar mundu konungkjörnir þingmenn fylgja yfir-
lýstum stjórnarvilja, og snúast allir á eina sveif gegn
málinu. En þetta fór öðru vísi. í 2. umræðu tók
til máls hinn 6. konungkjörni þingmaður séra Hallgr.
Sveinsson; liélt hann tölu um málið, og með því,
að það gengi fram; hann talaði stilt og rólega, hóf-
lega og hitalausl með öllu, en svo var ræða hans
skipuleg og ljós, rökstudd og rökföst, að álieyrendur
dáðust að. Er hann lank máli sínu, hafði hann með
ómótinælanlegum rökum sýnt og sannað, að málið
ætti fram að ganga á þinginu, og lýst yfir, að hann
vildi að því styðja með atkvæði sínu. — Af þessu
hafði hann inaklega virðing og velþóknnn þjóðræk-
inna íslendinga; aftur á móti fannst stjórninni fátl
um og sýndi honum vanþóknun sína fyrir tiltæki
þetta með því, að ganga fram hjá lionum, er til-
nefndir voru konungkjörnir þingmenn til þingmanna
1887—1891. En eigi brá hann skapi til gremju né
vanslillingar út af því, og eigi sinti hann kjördæmis-
málaleitun um þingsetu sem þjóðkjörinn fulltrúi þess;
enda kendi hann þá þegar heilsubrests nokkurs, auk