Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 50
28 ísland gagnvart öðrum ríkjuni
íslandi, þó að goðar væru þá horfnir annarsstaðar á
eins og aðrar klaustraeignir um öll sín ríki, og þá má sjá um
hríð í ýmsum konungsbréfum tekið svo til orða, að nefnt er sam-
hliða ísland. og Vestmannaeyjar („Island og Vespenöe11), því að
konungur hefir skoðað sig hafa feingið eyjarnar frá Noregi, en
ekki frá íslandi. Þó lágu Vestmannaeyjar frá ómunatíð til lög-
sagnar fram að 1609 undir llangárvallasýslu. Það væri auk þessa
pvert ofan i alla málsvenjll forna og nýja, ef orðin „hér á landi“,
„á landi hér“, „vér", „órir landar“ og þvíumlíkt, þegar talað er
um þjóðina í heild sinni, innibinda ekki jafnt þá, sem búa í eyj-
um landsins sem aðra: „Þat er upphaf laga várra, at allir menn
scolo kristnir vera á landi hél'«. „Byskopa seolom vér hafa tvá
á landi hér«. „Jólahelgi eigum vér að halda á landi hér«.a)
Þessi dæmi eru þrifin rétt sem lítið sýnishorn úr Grrágás. Og
getur nokkrum manni til hugar komið, sem með aðgætni gaum-
gæfir, hvað hér er sagt, að Vestmannaeyingar, Grímseyingar og
allir þeir, sem heima eiga í öðrum bygðum eyjum hér við land,
sé undanþegnir því að vera kristnir, heyra undir biskup og lialda
heilög jól af því, að hér er ekki bætt við eða i órum lögum ? Dettur
nokkrum manni sú endileysa i hug, að þeir, sem búa í Viðey,
Eingey, Þerney, Hjörsey, Skutulsey, Hrappsey, Platey, Vigur,
Æðey, Hrísey, Grímsey, Papey, Vestmannaeyjum o. s. frv., sé
ekki búsettir hér á landi og teljist ekki fslendingar eins og aðrir
„landsmenn11 ? Ef ástæða þótti til að setja sérstök ákvæði um
úteyjar landsins, t. d. um færslu barns til skírnar, um líkafærslur,
föstuafbrigði o. fi.,b) þá voru slík ákvæði sett; annars giltu al-
menn fyrirmæli laganna. í Vígslóða (Grg. Staðarhólsb. bls. 389)
er það beint tekið fram, að sá maður, er sekur verður á Græn-
landi, só og sekur hér á landi, og að ekki sé sókn hér á landi í
þeim málum, or þar eru sótt eða sæzt, á. Hins vegar or sókn
hér á landi á vígum og áverkum frá öllum öðrum löndura, þó
að á þau hafi geingið lagavegur eða á þau liafi verið sæzt erlendis,
nema málsaðiljar hafi beint komið sér saman ura annað (Staðar-
hólsb. bls. 386, 388). — Það er sýnt, að eptir málsvenjunni
í Grágás, þá taka orðin »d landi hér« og vhér á landi« bæði
yfir meginlandið sjálft og allar egjar hér við land, alla lands-
menn, alla íslendinga. Þegar því í Arfaþætti Grágásar er tekið
svo til orða, að það varði fjörbaugsgarð „ef maðr á konur tvær
hér á landi eða í órum lögum«, þá getur þar ekki með „í órum
iögum“ verið átt við eyjar hér við land, þvi að það væri beint
brot, þegar alment er talað, á málsvenju laganna. Og hvað
getur svo verið átt við annað en íslenzku nýbygðina á Gram-
landi, eins og þeir hafa skilið það Einnur Magnússon og Vil-
hjálmur Pinsen? Til þess að fá Grœnlendinga undir þetta ákvæði
þurfti að bæta orðunum „eða í órum lögum“ aptan við orðin „hér
a) Kristinna laga þáttr, Grágás, Kgsb. kap. 1., 5., 11.
b) Grág., Kgsb. 1, 5, 10, 33.