Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 126
104
ísland gagnvart öðrum rikjum
Eilt helzta deiluatriði í öllu þessu máli er það,
hvernig sáttmálinn 1262 hafi verið lögtekinn. Áður
en út í það mál verður farið, er nauðsynlegt að at-
huga, hvernig löggjafarvaldi var fyrirkomið í lýðrik-
inu íslenzka. Ákvæðin um þetta eru að eins í öðru
aðalhandriti Grágásar, Konungsbók, og skal þeim í
stuttu máli lýst hér á eftir.
V. Lagasetning í fornöld.
Samkvæmt lögum lýðríkisins íslenzka var lög-
gjafarvaldið lijá lögréttunni. Hún var svo skipuð,
að þrír pallar skyldu vera umhverfis hana, hver fyrir
utan annan, svo að hún heflr verið þrefaldur fer-
hyrningur eða þrefaldur hringur. Á miðpalli sátu
39 goðar landsins') og 9 menn að auki, er goðarnir
í Borgarfirði. Heimildarritum ber sem sé alls ekki saman um
það efni. Rit frá hér um bil sama tíma greinir fullkomlega á
urn það. En hér yrði of langt mál að fara nánar út í það. Og
2. af þyí, að þingmenn í þessum goðorðum játuðust alls eigi
undir konung, lieldur undir þá, er þeim sýndist, og ef þessir
menn voru umboðsmenn konungs, þá undir þá persónulega,
eins og líka birtist í því, að islenzku höfðingjarnir, sem létust,
ætla að styðja konungsmál, unnu alt fyrir sjálfa sig, en ekkert
eða lítið sem ekkert, fyrir konung. Að halda því fram, að koil-
nngur hafi náð undir sig nokkru goðorði, það byggist vÍBt á því,
að menn hafa eigi gætt nógu vel að því í þessu sambandi, að
samband höfðingja og þingmanna bygðist á einkasamningi, en
sá samningur varð enginn til milli þeirra og konungs, heldur þvert
á móti, að undanskildum nokkrum nauðungareiðum. Þetta sést
líka bezt á því, að sjálfur Gizur jarl og Skagfirðingar eru vet-
urinn 1261—1262 að bollaleggja um það, hvernig þeir eigi að
fara að til þess að komast undan skattbeiðslum konungs. Goð-
orðaafsöl íslenzkra höfðingja urðu því aldrei bindandi fgrir
þingmenn þeirra og því' ógild þegar af þeirri ástœðu^ að
þingmennirnir viðurkendu þau ekki, að undanteknum örfáum
mönnum.
1) Fyrir 965, er lög Þórðar geilis um fjórðungaskifting
landsins o. fl., voru samþykt, voru goðorð á landinu 36. Þessi