Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 120
98
ísland gagnvart ööruni rikjum
heimildarlausar. Ivonungur hafði engar heimildir
fengið á goðorðum í Þingeyjarsýslum, og um goð-
orð Snorra Sturlusonar liefir áður verið talað. Hefir
Finnbjörn þó náð Þingeyjarsýslum undir sig, og er þess
ekki getið, að þar hafi orðið nokkuð sögulegt né að
hann hafi farið þar með konungserindum. Aílur
gekk Þorgilsi alt lakara að ná tökum á Borgfirðing-
um. Stefndi hann þar þing og lét lesa þar konungs-
bréf, en ílestir betri menn tóku því fálega og kölluðu
konung ekki eiga í héraði. Var Þorgilsi þó ekki
berlega synjað viðtöku, en ekki hafði hann af hér-
aði það sinn.1) Þá um veturinn á jólaföstu fóru
þeir Hrafn Oddson og Sturla Þórðarson að Þorgilsi
í Stafaholti og þröngvuðu honum til að heita því með
eiði, að fara með þeim þá þegar að Gizuri Þorvalds-
syni, en þau heit sveik Þorgils; þóltist hann vera
skyldari að halda heit sín við konung en nauðasætt
þeirra Hrafns. Fór Þorgils þá huldu höfði norður
um land til Heinreks biskups og dvaldist þar um
hríð.2) Réðu þeir Hrafn og Sturla nú mestu um
Vestfirðingafjórðung. Kölluðust þeir ekki vilja liafa
konungs skipan á héruðum og þverneituðu að láta af
hendi ríki þau, er Þórður kakali hafði falið þeim,3)
enda er beinlínis sagt, að umboðsmaður Þorgils 1‘engi
ekki að nefna dóma fyrir Reykhyltingagoðorð á al-
þingi 1253.4 *) Þá um sumarið sættust þeir Sturla og
Þorgils og héldu þá sætt vel síðan.6) Mun Þorgils
þó ekki hafa náð Bgrgaríirði fyrr en ef til vill 1255,
þegar þeir Egill Sölmundarson í Reykjaholti sættust.6)
Það er meira að segja vafasamt, livort Þorgils hefir
1) Sturl. II, 118—121. 2) Sturl. II, 126 o. s. frv. 3) Sturl.
II, 140. 4) Sturl. II, 144, sbr. þarámóti 146. 6) Sturl. II, 152.
6) Stuvl. II, 200.