Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 175
fram að siðaskiptum.
J53
réttarins«. Það er vafasamt um konungserfðir Járnsíðu
þegar af þessari ástæðu, hvort þær liafi nokkurn
tíma orðið lög á íslandi, því að et þær eru lika
taldar til norræns erfðabálks1), þá hafa þær ekki
verið löglega samþyktar sem lög handa landinu.
Ef nú leitað er í Járnsíðu að heimild fyrir því, hvort
ráð konungs ætti með það, að skifta sér af íslands
málum, þá íinst enginn stafur, er slikt leyíi. Fyrst
má benda á nokkrar sjálfstæðar ákvarðanir í Járn-
síðu (o: ákvarðanir, sem eigi eru teknar úr öðrum
lögum, norskum eða íslenzkum), þar sem fyrir koma
lík orð slíkrar merkingar sem j)beztu menn« o.s.frv.
í öðrum íslenzkum heimildum2). I Járns., Krdb. 4,
segir, að hirðstjórar skyldi nefna 12 hina vitrustu
hœndur úr lwerju biskupsdæmi. Það er augljóst, að
»vitrustu bændur« merkir hér í íslenzkum lögum ekkert
annað en »beztu menn«. Og enn fremur segir þar, að
nauðsynjar skuli konungur meta með skynsamra manna
ráði. Hver vill nú staðhæfa, að hér hljóti að vera átt
við ráð eðahirð konungs. Líkt er um Krdb. 5 að segja3).
1) Sbr. Munch, DnFH. IV2, 551. 2) Js., Þgfb. 1, sbr. 2 og
4. 3) Hér skal það tekið fram, að það er harla ósennilegt, að
konungserfðir Járnsíðu hafi nokkurn tíma verið lög á íalandi.
Það er bent á það að framan, að vafasamt sé, hvort þœr hafi
nokkurn tíma verið hér löglega samþyktar, þar sem erfðabálkur
að mestu leyti, og þar undir ef til vill konungserfðir, hafa aldrei
getað verið samþyktar hér á löglegan hátt. Konungserfðir þser,
er standa í hinu eina skinnhandriti, sem til er af Járnsíðu (Stað-
arhólsbók. A. M. 334 fol.), eru konungserfðir Frostuþingslaga, er
lögteknar voruí Noregi 1260. Núvorunýjarkonungserfðir lögteknar
í Noregi 1273, en konungsorfðir Járns. liafa alls eigi getað orðið
hér lög fyrri en 1272—1273. Konungserfðirnar 1273 liafa ekki
orðið til alt 1 einu. Þœr hafa þurft undirbúnings, eins og aðrar
vandasamar lagasmíðar, og hljóta þær að hafa verið í smíðum
um það leyti, sem Magnús konungur var að fá Járnsíðu lögleidda,
en það tók 3 ár. Fyrir því er svo sem auðsætt, að hann hefði
sett í hana konungserfðalögin 1273 ef hann hefði á annað borð
sett þar nokkrar konungsorfðir. Ef gömlu konungserfðirnar frá