Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 53
fram að siðaskiplum.
31
Árið 1247 var sendur nýr biskup, Ólafur að
nafni, til Grænlands, um leið og Heinrekur Kársson
' ar gerður út til íslands með biskupsvald fyrir norðan
land, og var þeim báðum ætlað sama hlutverkið,
Heinreki að koma íslandi og Ólaíi að ná Grænlandi
undir vald Hákonar konungs. Síðan gerði og Há-
bon konungur enn trúnaðarmenn sina til Grænlands
1257. Prédikuðu þeir þar lærdóminn fyrir lands-
mönnum i 4 ár, án efa með öflugum aðbeina Olafs
biskups, enda liöfðu nú kenningar þeirra þann ár-
ungur, sem ætlazt var til, og geingu nú Grænlend-
ingar konungi á hönd 1261, eða ári fyrri en íslend-
ingar gerðu binn fyrsta sáttmála við Hákon konung.
Kkki vila menn til, að neinn sáttmáli hafi verið gerður
milli konungs og Grænlendinga, og eingar fregnir
höfum vér aðrar af þessum atburði en orð Sturlu
lögnianns Þórðarsonar í sögu Hákonar Hákonarsonar.
Frásögn hans er svo:
wþetta haust kómu þeir útan af Grænlandi, Oddr
uf Sjöltum, Páll Magnússon, Ivnarrar-Leifr. Þeir höfðu
verið útan fjóra vetr. Þeir sögðu þal af Grænlandi,
af þeir hefði gengit undir skatlgildi, svá at öll mann-
‘h'áp skyldi bæta við konunginn, hvárt er drepnir
V3eri norrænir menn eðr grænlenzkir, ok svá hvárt
sem þeir væri drepnir í bygð eðr Norðrsetu. Svá ok
]>ó (at) þeir sæti allt norðr undir Stjörnuna, þá skyldi
honungr eigi at síðr taka þegngildi eptir þáíc1)
Eptir þessu heita Grænlendingar að eins konungi
skattgildi, sakeyri og þegngildi, en hvorki gefa þeir
SIg undir Norðmenn né segjast i lög með þeim, þó
að þeir að öðru leyti tryggi sér ekki skjallega nein
f) Hákonarsaga kap. 311, Icel. Sagas II, 321.